Nýja októberháţrýstimetiđ

Eins og víđar hefur komiđ fram er gamalt háţrýstimet októbermánađar á landinu öllu nú falliđ. Gamla metiđ 1044,5 hPa var sett á Akureyri 20.október 1895, var reyndar rúmlega jafnađ á Ísafirđi ţann 26.október 1919 ţegar 1045,0 hPa voru lesin ţar af mćli. Gallinn viđ ţá tölu er ađ ísafjarđarloftvogin var ekki vel kvörđuđ og hefur líklega sýnt lítillega of háan ţrýsting, giskađ er á 0,5 hPa e.t.v. meira. Akureyrartalan frá 1895 hefur ţví talist methafi.

En nú gerđist ţađ ađ ţrýstingur fór síđastliđna nótt hćrra en 1044,5 hPa á allmörgum stöđvum, hćst 1046,0 hPa á Gjögurflugvelli (1045,9 á heila tímanum). Í 1045,9 á Tálknafirđi, 1045,5 í Bolungarvík, 1045,3 á Gufuskálum, 1045,2 hPa á Blönduósi og 1045,0 hPa í Stykkishólmi. Allt greinilega hćrri tölur heldur en gamla Akureyrarmetiđ. 

Nú skulum viđ hafa í huga ađ bćđi 1895 og 1919 voru viđurkenndar loftvogir á landinu mjög fáar og sömuleiđis var sjaldan lesiđ af ţeim. Ţví er líklegt ađ ţáverandi mćlikerfi hafi misst af ítrasta hámarki - sem ţađ núverandi hefđi e.t.v. náđ. Engar ţrýstimćlingar voru t.d. á Vestfjörđum 1895 - og ekkert var lesiđ af ađ nćturlagi. 

En ţessar vangaveltur breyta ţó ekki ţví ađ viđ eigum nú nýtt háţrýstimet í október. Er ţađ merkilegt? Ţađ bođar kannski ekkert sérstakt, en mánađaháţrýstimet fyrir landiđ falla ţó ekki nema á um 16 ára fresti eđa ţar um bil - ráđi tilviljanalögmál (sennilega ţó í reynda oftar nú á dögum vegna mun ítarlegri athugana). Síđast féll mánađarháţrýstimet áriđ 2005, ţađ var í nóvember (ţann 24.). Ţá fór ţrýstingur í Bolungarvík í 1048,0 hPa, ţar áđur var féll mánađarháţrýstimet í apríl 1991. Enn lifa 4 mánađarháţrýstimet (af 12) frá 19.öld.    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 2434837

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2122
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband