22.10.2018 | 01:36
Atlaga að meti?
Það er alltaf nokkuð ótrúverðugt þegar tölvuspár gefa í skyn að met kunni að vera í hættu, en veðurnördin fylgjast þó oftast nær náið með slíkum atlögum. Hæsti loftþrýstingur sem mælst hefur hér á landi í október er 1044,5 hPa og tvisvar orðið svo hár sé að marka skráningar, á Akureyri þann 20. 1895 og á Ísafirði þann 26.1919. Mælingin á Ísafirði hefur þótt grunsamleg - en við skulum samt ekki slátra henni hér og nú.
Þrýstingur hefur ekki oft farið yfir 1040 hPa hér á landi í október, snerti 1040,0 hPa árið 2003, en síðan þarf að fara aftur til 1972 til að finna hærra dæmi, 1041,5 hPa sem mældust þá á Kirkjubæjarklaustri. Þrýstingur fór í 1043,3 hPa í Stykkishólmi 19.október 1880. Það er nokkur vinna því samfara að gefa gömlum þrýstimælingum nákvæm heilbrigðisvottorð og við getum því búist við að einhver endurskoðun eigi sér stað verði farið í slíka vinnu.
En þessa dagana er mjög öflug hæð suður í hafi. Í kvöld (sunnudag) fór miðjuþrýstingur í 1045 hPa (að sögn evrópureiknimiðstöðvarinnar). Þetta er óvenjuleg tala á þessum slóðum - en ritstjóri hungurdiska veit ekki hversu nærri meti er höggvið. Gríðarlegur strengur liggur úr suðri, vestan hæðarinnar, og síðan norðan við hana austur til Noregs. Litlu má mun að illt verði úr, t.d. á Norðursjó og í Danmörku á aðfaranótt þriðjudags. En það á að draga fljótt aftur úr afli hæðarinnar.
Nýr hæðarhryggur á síðan að rísa úr suðri á fimmtudag og föstudag - með aðstoð lofts að norðan í neðri lögum verður til mjög myndarleg hæð yfir Íslandi og Grænlandi. Síðari mynd dagsins sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar seint á föstudagskvöld.
Sé þetta rétt fer þrýstingur á Vestfjörðum og við Breiðafjörð upp fyrir 1044 hPa og jafnvel yfir 1045 hPa (segir bandaríska veðurstofan). Eins og áður sagði er varlegt að trúa þessu hér og nú - en möguleikinn er fyrir hendi - og alla vega má telja líklegt að þrýstingur hér á landi fari yfir 1040 hPa í fyrsta sinn í október síðan 1972.
En líka má taka eftir því að spáin sýnir býsna lágar hitatölur í 850 hPa, undir -14 stigum sé nánar að gáð. Þykktarspáin er líka nokkuð lág - um 5112 metrar - nálgast alvöruvetrargildi. Af þessu má sjá að skili þetta kalda loft sér ekki verður þrýstingurinn heldur ekki eins hár og spáð er. Fyrirhugað stefnumót á milli hryggjarins að sunnan og kalda loftsins að norðan verður að ganga upp. Misfarist það verður hvorki sérlega kalt - né þrýstingur nærri meti.
Við fylgjumst með þessu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 26.10.2018 kl. 16:01 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 6
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 656
- Frá upphafi: 2461296
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 579
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.