Enn er óvenjudjúp lægð á ferð í Norðuríshafi

Eins og hungurdiskar hafa oft fjallað um áður hefur verið sérlega mikið um djúpar lægðir yfir Norðuríshafi að sumarlagi undanfarin ár. Margir vilja tengja það almennri hnattrænni hlýnun - og það er kannski ekki alveg órökrétt. Tíðni þessara djúpu lægða er í raun og veru meiri en áður, en við vitum hins vegar ekki hvort ámóta tímabil hafa komið áður - til dæmis einhvern tíma á fyrrihluta tuttugustu aldar eða fyrr. Vel er slíkt hugsanlegt. En miðað við tísku síðustu áratuga verður þetta að teljast óvenjulegt. 

w-blogg040718a

Við sjáum hér spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting og hita í 850 hPa-fletinum síðdegis á laugardag, 7.júlí. Hiti í fletinum er sýndur í litum, á grænu og bláu svæðunum er hann minni en 2 stig. Hitinn er í raun í dæmigerðri sumarstöðu. Þrýstingur í miðju norðuríshafslægðarinnar á þarna að verða lægri en 970 hPa - ekki víst að svo verði í raun - en sama með það - þetta var óvenjulegt á árum áður - en virðist furðuvenjulegt nú. 

Á kortinu má líka sjá lægð milli Labrador og Suður-Grænlands. Hún er auðvitað á leið til okkar og satt best að segja fylgir henni alveg sérlega ókræsilegt veður miðað við árstíma - bæði meðan hún fer hjá og sömuleiðis í kjölfarið. - Skömminni skárra þó eystra heldur en í öðrum landshlutum. 

Það er út af fyrir sig athyglisvert að veðurlag skuli vera með þessum hætti - en betra væri samt að hið athyglisverða væri á annan veg en nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 178
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 1794
  • Frá upphafi: 2498768

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 1639
  • Gestir í dag: 151
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband