Spurt var um maí og júní (og fleira)

Spurt var hvort met hafi veriđ slegiđ í samanlögđu úrkomumagni maí- og júnímánađa í Reykjavík. Úrkoma í ţessum mánuđum mćldist samtals 221,5 mm. Ţađ er mjög óvenjulegt - međalúrkoma ţessara mánađa á árunum 1961-1990 er 94,0 mm og međalúrkoma ţessara mánađa síđustu tíu árin er 84,6 mm. 

Ţađ ţarf ađ leita langt aftur til ađ finna ámóta tölu - en hún er ţó til. Í sömu mánuđum áriđ 1887 mćldist úrkoma í Reykjavík 221,9 mm. Auđvitađ er enginn munur á ţeirri tölu og úrkomunni nú. 

Svipađ er međ samanlagđan sólskinsstundafjölda maí- og júnímánađar í Reykjavík, hann mćldist ađeins 220,7 stundir nú. Áriđ 1914 mćldist sólskinsstundafjöldi sömu mánađa samtals 219,1. Munurinn ekki marktćkur - en stađan ţó svipuđ - rétt eins og varđandi úrkomuna 1887. Sólskinsstundamćlingar voru ekki gerđar 1887. 

Fjöldi úrkomudaga í maí og júní er óvenjulegur í Reykjavík. Sem kunnugt er mćldist einhver úrkoma alla daga maímánađar og í júní voru ţurru dagarnir ađeins 5. Úrkomudagafjöldi í mánuđunum tveimur er ţví samtals 56, mun fleiri heldur en áđur er vitađ um. Hćsta eldri tala er 46 dagar í sömu mánuđum áriđ 1940. Hins vegar verđur ađ gćta ţess ađ á árum áđur ţótti sumum veđurathugunarmönnum stundum varla taka ţví ađ mćla úrkomu vćri ađeins einn dropi í mćlinum. Slík úrkoma merkist varla í mćliglasi, en á samt samkvćmt reglum ađ teljast 0,1 mm. Fjöldi daga ţegar úrkoma er mjög lítil, en samt einhver, er ţannig oft vantalin á fyrstu árum úrkomumćlinga ( - ţar á međal fyrir tíma Veđurstofunnar í Reykjavík). Ţegar úrkomudagafjöldi er borinn saman yfir löng tímabil ţykir ţví öruggara ađ nota hćrri talningamörk en 0,1 mm.

Ritstjóri hungurdiska heldur upp á 1,0 mm til talninganota. Dagar ţegar úrkoma mćldist 1,0 mm eđa meiri voru samtals 36 í nýliđnum maí og júní. Ţeir voru 39 í maí og júní 1887. Ţađ er eina skipti á mćlitímabilinu sem ţeir voru fleiri en nú. 

Međalhiti maí og júnímánađa saman er 7,2 stig í Reykjavik, ţađ er -1,5 stigi neđan međallags síđustu tíu ára og -0,5 stigum neđan međallags sömu mánađa 1961 til 1990. Ekki ţarf ţó ađ leita langt aftur í tímann eftir lćgri hita sömu mánađa, ţeir voru samanlagt kaldari en nú fyrir ţremur árum, áriđ 2015. 

Ţađ kemur ekki á óvart ađ munur á međalhámarks- og međallágmarkshita var í minna lagi í nýliđnum júnímánuđi í Reykjavík, ađeins 4,9 stig - sólarleysi sér um ađ hámarkshiti verđur ekki hár, en skýjahula sér líka til ţess ađ nćtur verđa ekki sérlega kaldar. Ţađ kemur hins vegar ritstjóra hungurdiska ekki heldur á óvart ađ langt er síđan munurinn hefur veriđ svona lítill í júní - ţađ ţarf ađ leita aftur til júnímánađar 1995. Hann er hins vegar nokkuđ hissa á ţví hversu algengur svona litill munur var á árunum ţar á undan - var ámóta eđa minni 13 sinnum á árunum 1961 til 1995 - minnstur 4,0 stig 1986. Einnig var munurinn minni en 5 stig í júní 1958 og 1960. Júnímánuđi sem ţessa skorti hins vegar alveg nćstu áratugina ţar á undan (rétt eins og ađ undanförnu) - en munur á međalhámarks- og međallágmarkshita var einnig sérlega lítill í júnímánuđum áranna 1920 til 1926 (6 sinnum minni en 5 stig á 7 árum). 

En viđ skulum líka líta á stöđuna í háloftunum í júnímánuđi. Hún er óvenjuleg - en ekki ţó einstök á neinn hátt. Viđ ţökkum Bolla fyrir kortagerđina. 

w-blogg020718ba

Ţađ er rífandi suđvestanátt - afl hennar langt ofan međallags árstímans. Hćđ 500 hPa-flatarins er ţví talsvert ofan međallags yfir Bretlandseyjum, en neđan ţess vestan Grćnlands. Viđ Ísland er hćđin nćrri međallagi eđa lítillega yfir ţví. 

En háloftastađan í ţeim mánuđum sem keppa í sólarleysi viđ nýliđinn júní var reyndar mjög svipuđ. Suđvestanáttin var enn snarpari í júní 1988 heldur en nú.

w-blogg020718bb

Enda gerđi ţá mun verri veđur heldur en ríktu í nýliđnum júní. Vindhrađi var nú í međallagi árstímans, 1988 var hann vel ofan međallags. 

Ţó nokkur óvissa sé um háloftastöđuna 1914 er gisk evrópureiknimiđstöđvarinnar ábyggilega ekki alveg út í hött.

w-blogg020718bc

Viđ sjáum alla vega mjög svipađa stöđu og nú. Mjög öfluga suđvestanátt - reyndar örlítiđ vestlćgari heldur en nú og 1988. Í báđum ţessum árum, 1914 og 1988, skipti mjög um tíđarfar frá júní og yfir í júlí - en ekki á sama veg. Líklegt er ađ júlí 2018 fari sínar eigin leiđir í ţeim efnum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 162
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 2083
  • Frá upphafi: 2412747

Annađ

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband