Meira af júnísólskini í Reykjavík

Eins og fram hefur komið var sérlega sólarlítið í Reykjavík (og víðar um landið sunnan- og vestanvert) í júní. Ámóta ástand hefur þó komið upp áður og á eftir að koma upp aftur síðar. Við lítum til gamans á línurit sem sýnir sólskinsstundir í júní í Reykjavík aftur til 1911. Fyrstu árin var reyndar mælt á Vífilsstöðum - en síðan á ýmsum stöðum í bænum. 

w-blogg020717a

Línuritið er harla óreglulegt - mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. En þó má sjá nokkurn öldugang á áratugakvarða. Algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Síðustu ár hafa heldur ekki verið sérlega til fagnaðar. - En ekkert segir þetta um framtíðina. 

Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí - sólarrýrum júní getur hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi. Síðara línurit pistilsins sýnir þetta vel.

w-blogg020718b

Við lesum sólskinsstundafjölda í júní af lárétta ásnum, en fjöldann í júlí af þeim lóðrétta. Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni. Það er þó engin trygging fyrir því að slíkt gerist ekki í framtíðinni - það gerist nefnilega örugglega. 

Svo vill ritstjóri hungurdiska ekki heyra neitt tal um að sólskinsleysið nú sé afleiðing hnattrænna veðurfarsbreytinga af mannavöldum - ekki það að hann hafi heyrt neinn beinlínis halda slíku fram - enda heyrir hann illa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 83
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 2412668

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 1754
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband