Rangt eða rétt?

Í spálíkönum má oft sjá nokkuð einkennilega hluti. Nú lítum við á úrkomuspá harmonie-iga líkansins frá því núna á miðnætti (aðfaranótt miðvikudags).

w-blogg040418a

Hér má sjá uppsafnaða úrkomu (litakvarði) sem líkanið segir að eigi að falla næstu 42 stundir (til kl. 18 síðdegis á fimmtudag). Vestast á Grænlandssundi er pínulítill blettur þar sem úrkoma þessa tíma á samtals að verða 141 mm. Sé spárunan gaumgæfð nánar kemur í ljós að 10 til 15 mm (10 til 15 cm af snjó) eiga að falla klukkustund eftir klukkustund - nánast alveg á sama blettinum. - Alveg kyrrstæð sturta úti á reginhafi - engin fjöll nærri til að kreista loftið eða halda sturtuhausnum kyrrum. 

Jú, þetta gæti svosem orðið - en erfitt mun að staðfesta það - kannski dettur þetta út strax í næstu spárunu. En ekki væri þægilegt fyrir veðurspámenn að fá svona nokkuð upp á borðið inni á landi, yfir byggðum bólum - og svara strax því hvort draga eigi upp einhver gul flögg. 

Við sjáum líka að á þessum sama tíma eiga 68 mm að falla í Smjörfjöllum sunnan Vopnafjarðar - en það þykir okkur bara eðlilegt í álandsvindi og uppstreymi sem fjöllin sjá um að halda við og kyrrsetja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1253
  • Frá upphafi: 2464391

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1080
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband