Þokubakkar

Reiknilíkön nútímans reyna líka að spá þoku. Það virðist stundum ganga - stundum ekki. Þokan er erfið viðfangs. 

Í spárunu frá því í hádegi í dag (laugardag 17. mars) tók ritstjóri hungurdiska eftir því að verið er að spá nokkru frosti yfir sjó við norðausturströndina á morgun sunnudag. Þetta er frekar óvenjulegt í hægum vindi því sjávarhiti á þessum slóðum er yfir núllinu. Sá hiti ætti að sjá til þess að trauðla frjósi þar í 2 m hæð. 

En svo virðist standa á að fyrst kólnar þetta loft yfir landi í nótt, streymir út yfir sjó og þar myndast þunn þoka. Við efra borð hennar getur kólnað mjög hratt við útgeislun og rétt hugsanlegt að blöndunin - sem verður vegna bæði hitunar að neðan - og kólnunar að ofan hafi ekki alveg undan útgeisluninni þannig að hiti haldist neðan frostmarks um stund. 

w-blogg170318a

Kortið sýnir hita í 2 m hæð kl. 14 á sunnudag. Við sjáum þessa einkennilegu frostbletti á Þistilfirði, Bakkaflóa og við annes á Austfjörðum. Sólin hefur hins vegar hitað strendurnar og náð upp blöndun þar - hreinsað burt næturkuldann.

Næsta kort sýnir mismun á 2 m hita og hita í 100 metra hæð í líkaninu. Kort sem þetta sýna grunnstæð hitahvörf mjög vel.

w-blogg170318b

Á gulu svæðunum er 2 metra hitinn hærri en í 100 metra hæð - þar er væntanlega snjólaust á landi í líkaninu og sólarylur vermir land. Þar sem gult er langt úti á sjó er sjórinn einfaldlega hlýrri en loftið í 100 metra hæð - og engin þoka að þvælast fyrir með sinn útgeislunarflöt.

Á Þistilfirði er hiti í 2 m hæð 4 til 5 stigum lægri en í 100 metra hæð. 

Líkanið reynir líka að gist á það hvar er þoka (rakastig 100 prósent í 10 metra hæð).

w-blogg170318c

Jú, ekki ber á öðru á svörtu svæðunum segir líkanið að meir en 90 prósent líkur séu á þoku og falla þau vel saman við frostbletti fyrstu myndarinnar. 

Hvort þokan svo sýnir sig í raun og veru á morgun er svo annað mál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 1625
  • Frá upphafi: 2498599

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1482
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband