17.3.2018 | 17:41
Þokubakkar
Reiknilíkön nútímans reyna líka að spá þoku. Það virðist stundum ganga - stundum ekki. Þokan er erfið viðfangs.
Í spárunu frá því í hádegi í dag (laugardag 17. mars) tók ritstjóri hungurdiska eftir því að verið er að spá nokkru frosti yfir sjó við norðausturströndina á morgun sunnudag. Þetta er frekar óvenjulegt í hægum vindi því sjávarhiti á þessum slóðum er yfir núllinu. Sá hiti ætti að sjá til þess að trauðla frjósi þar í 2 m hæð.
En svo virðist standa á að fyrst kólnar þetta loft yfir landi í nótt, streymir út yfir sjó og þar myndast þunn þoka. Við efra borð hennar getur kólnað mjög hratt við útgeislun og rétt hugsanlegt að blöndunin - sem verður vegna bæði hitunar að neðan - og kólnunar að ofan hafi ekki alveg undan útgeisluninni þannig að hiti haldist neðan frostmarks um stund.
Kortið sýnir hita í 2 m hæð kl. 14 á sunnudag. Við sjáum þessa einkennilegu frostbletti á Þistilfirði, Bakkaflóa og við annes á Austfjörðum. Sólin hefur hins vegar hitað strendurnar og náð upp blöndun þar - hreinsað burt næturkuldann.
Næsta kort sýnir mismun á 2 m hita og hita í 100 metra hæð í líkaninu. Kort sem þetta sýna grunnstæð hitahvörf mjög vel.
Á gulu svæðunum er 2 metra hitinn hærri en í 100 metra hæð - þar er væntanlega snjólaust á landi í líkaninu og sólarylur vermir land. Þar sem gult er langt úti á sjó er sjórinn einfaldlega hlýrri en loftið í 100 metra hæð - og engin þoka að þvælast fyrir með sinn útgeislunarflöt.
Á Þistilfirði er hiti í 2 m hæð 4 til 5 stigum lægri en í 100 metra hæð.
Líkanið reynir líka að gist á það hvar er þoka (rakastig 100 prósent í 10 metra hæð).
Jú, ekki ber á öðru á svörtu svæðunum segir líkanið að meir en 90 prósent líkur séu á þoku og falla þau vel saman við frostbletti fyrstu myndarinnar.
Hvort þokan svo sýnir sig í raun og veru á morgun er svo annað mál.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 48
- Sl. sólarhring: 190
- Sl. viku: 1097
- Frá upphafi: 2456033
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 995
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.