3.3.2018 | 14:56
Kólnandi
Þegar þetta er skrifað (laugardaginn 3. mars) erum við enn inni á áhrifasvæði hæðarinnar miklu sem kom úr austri í vikunni. Hún er nú komin vestur fyrir land. Hún var mjög öflug. Loftþrýstingur fór hér á landi í yfir 1040 hPa - það er í sjálfu sér ekki svo ýkja sjaldgæf tala - en samt ekki eitthvað sem sést á hverju einasta ári. Ritstjórinn rifjar það upp fljótlega.
Hér sjáum við stöðuna í 500 hPa-fletinum á hádegi í dag. Hæðin er nú við Suður-Grænland og mjög öflugir vindar blása sólarsinnis í kringum hana - eins og vindörvarnar sýna. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en litir sýna hita (kvarðinn skýrist sé kortið stækkað). Þó kólnað hafi niðri í mannheimum er ekki enn orðið mjög kalt í 5 km hæð. Dökkgræni liturinn sýnir hita á bilinu -28 til -30 stiga frost.
Nú sem stendur er sum sé tiltölulega kaldara í neðstu lögum, en hlýrra uppi. Slíkt ástand bælir uppstreymi þannig að éljamyndun yfir hlýjum sjónum í kringum landið nær sér illa á strik meðan ástandið er svona. - En það verður það ekki lengi því hæðin er enn á vesturleið - og þar að auki að veikjast og verða áhrif hennar aðeins óbein hér á landi eftir helgina.
Háloftakortið mun gjörbreytast fram á mánudag. Þá verður líka búið að hreinsa hlýindin burt úr háloftunum og kalt heimskautaloft úr norðri hefur tekið yfir allt veðrahvolfið. Breytingin er miklu meiri uppi heldur en niðri - hæðin yfir Grænlandi (sú hin neðri) lætur sem ekkert sé - þó hún hafi í raun alveg skipt um bakland og eðli.
Já, þetta er sama svæði, Ísland í miðju rétt eins og á hinu kortinu, en það hefur kólnað um meir en 10 stig í 500 hPa-fletinum. Neðri lög voru búin að taka út hluta af kólnuninni þannig að hún verður ekki eins mikil þar - kannski í kringum 5 stig.
Aftur á móti þýðir þetta að veðrahvolfið verður orðið opið fyrir uppstreymi yfir hlýjum sjó og þar með eykst éljamyndun, og munu éljagarðar fara á kreik í kringum landið. Þeirra gætir væntanlega mest norðanlands - í hafáttinni, en vegna þess hve háloftavindar verða orðnir hægir er líka möguleiki á að bakkar komi við sögu í öðrum landshlutum. - En erfitt er um slíkt að spá á þessu stigi máls.
Við skulum líka líta á mánudagsstöðuna á stærri kvarða.
Hæðin hefur gefið mjög eftir og er þarna yfir Labrador - og almennt má segja að vindar í háloftunum séu hægir - ekki hraðfara breytingar að sjá. Ætli við verðum ekki í tiltölulega meinlitlu og köldu vetrarveðri á næstunni - en vetrarveðri samt. Eina merki vorsins er hækkandi sól - og þar sem hún fær að njóta sín fer að muna um ylinn sunnan undir vegg og á auðri jörð. Það hefur alla vega verið sáð fyrir vori.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 53
- Sl. sólarhring: 528
- Sl. viku: 2375
- Frá upphafi: 2413809
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 2193
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.