3.3.2018 | 00:36
Enn af febrúarstöðunni
Við lítum nú á meðalháloftakort febrúarmánaðar - úr greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins - gríðarsterk sunnan- og suðsuðvestanátt var ríkjandi við Ísland og færði okkur hvert illviðrið á fætur öðru. Daufar strikalínur marka þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Hornið á milli línugerðanna tveggja segir okkur frá því hvort hlýtt eða kalt aðstreymi var ríkjandi. Norðan Íslands var vindur að bera hlýtt loft til norðurs (hærri þykkt í átt að lægri), en suðvesturundan bar hann kalt loft til norðausturs (lægri þykkt í átt að hærri).
Litirnir sýna svo þykktarvikin - og þar með hversu staða hitans í neðri hluta veðrahvolfs var miðað við meðaltal mánaðarins.
Gríðarkalt var vestan Grænlands - kuldapollurinn Stóri-Boli enda sterkari en venjulega - þó hann hafi setið um það bil á réttum stað. Við höfum ekki enn séð hitatölur frá Vestur-Grænlandi en þær hljóta að vera lágar - langt undir meðallagi febrúarmánaðar. Sömuleiðis var kalt í Evrópu - sérstaklega í Eystrasaltslöndum (lengra sjáum við ekki á þessu korti). Fyrir norðan land voru hins vegar óvenjuleg hlýindi - bæði á Norðaustur-Grænlandi og á Svalbarða.
Hér á landi var hiti ekki fjarri meðallagi - hlýrra þó norðaustanlands heldur en á Suðurlandi. Mikil úrkoma fylgir svona eindreginni sunnanátt - sem þó var af norðlægum uppruna ef segja má - það sjáum við af lægðasveig jafnhæðarlínanna.
Það verður að teljast tilviljanakennt hvar miðja Stóra-Bola heldur sig á hverjum tíma - en Grænland og lega meginlanda og úthafs hefur þó áhrif á stöðu og hreyfingar hans. Miðjan er þannig mun tíðar vestan Grænlands en austan - og ef hún fer austur fyrir á hún þar erfiðara líf, en það kemur þó fyrir eins og við reyndar urðum vitni að í vetur.
En mars byrjar með allt annarri stöðu, mjög jákvæðum þykktarvikum vestan Grænlands en neikvæðum austan þess. Miðja Stóra-Bola er hins vegar ekki nærri okkur og að auki mun aflminni en var í febrúar. Skot frá honum gætu þó farið að berast til okkar um eða eftir miðja næstu viku - þá með snjókomu að því er spár eru að gefa í skyn. En rétt er að taka þær spár ekki of hátíðlega enn sem komið er.
Við þökkum Bolla að vanda fyrir kortið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 13
- Sl. sólarhring: 808
- Sl. viku: 2335
- Frá upphafi: 2413769
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 2154
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.