Hiti í desember 2017 til febrúar 2018 (alþjóðaveturinn)

Á máli alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar stendur veturinn í þrjá mánuði, desember, janúar og febrúar. Hér á landi verðum við auðvitað að bæta mars við en sá mánuður er oft kaldastur vetrarmánaðanna. 

En ritstjóri hungurdiska hefur nú reiknað meðalhita alþjóðavetrarins fyrir byggðir landsins og við lítum á línurit sem sýnir þróun hans. 

Geta má þess að landsmeðalhiti í febrúar 2018 reyndist +0,7 stig, +0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og +1,5 stigum yfir meðallaginu 1961 til 1990, en talsvert lægri en í febrúar í fyrra. 

Landsmeðalhiti í byggð desember til febrúar

Lárétti ásinn sýnir tíma, en súlurnar meðalhita tímabilsins desember til febrúar ár hvert. Eins og sjá má var veturinn í fyrra (2016-17) sá hlýjasti síðan mælingar hófust. Heldur kaldara hefur verið nú í vetur, meðalhiti í byggð er -0,4 stig, -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára, en +0,8 ofan við meðallagið 1961 til 1990 og hlýrra en bæði 2015 og 2016. Nú hafa meir en 20 ár liðið án þess að við höfum upplifað kaldan alþjóðavetur, sá síðasti var 1994-95. 

En hlýindi undanfarinna áratuga eru að búa til ný viðmið - það sem ekki þótti sérlega kalt fyrir 30 árum þykir það víst nú.

Svo förum við að sjá hvað mars gerir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta mars byrjar alltaf vorið í Rússlandi.

Síðasta dag febrúarmánaðar í 35 stiga frosti, þegar skólar eru lokaðir vegna kuldans, segir Misha við Möshu:


"Það er dáldið kalt í dag." En þá svarar Masha að bragði: "Á morgun kemur vorið."

Þorsteinn Briem, 28.2.2018 kl. 23:51

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver ber ábyrgðina á því að mæla sjávarhæðina við Reykjavíkurhöfnina?

Hverjar gætu verið nýjustu tölurnar í þeim mælingum?

Jón Þórhallsson, 1.3.2018 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 83
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2462
  • Frá upphafi: 2434904

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 2187
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband