Snjókoman í Moskvu

Við lítum til austurs - til tilbreytingar og horfum á 500 hPa hæðar-og þykktarkort bandarísku veðurstofunnar í dag, sunnudag 4. febrúar.

w-blogg040218ya

Ísland og hlýindi dagsins eru ofarlega til vinstri á kortinu, þykktin meiri en 5460 metrar, sumargildi. Kuldastraumur liggur hins vegar til suðurs um Finnland og þaðan til suðvesturs allt til Pýrenneaskaga og Marokkó. Hlýtt loft gengur hins vegar til norðausturs um Kákasus og þaðan áfram til sunnanverðra Úralfjalla. 

Allmikil, en hægfara lægð er yfir vesturhéruðum Rússlands - þar er suðvestanátt í háloftum, en austan og norðaustanátt neðar. Uppskrift að hríðarbyl - það er auðvitað tilviljun að einna mesti ákafinn skuli lenda á Moskvu - ekki langt þar fyrir austan var mun hlýrra loft á ferð.

Lægðin á síðan að snúa upp á sig og ganga vestur til Finnlands. Mesti ákafinn verður væntanlega úr úrkomunni. 

Hlýja loftið …okkar“ fer hins vegar hratt til norðausturs og siðar austurs meðfram norðurströnd Rússlands og veldur þar hlýindum líka næstu daga. 

Víða við Miðjarðarhaf verður hins vegar órólegt veðurlag áfram og sérlega miklir kuldar í Marokkó. 

Umhleypingatíðin heldur áfram hér á landi - allstórar lægðir fara hjá á 2 til 4 daga fresti svo langt sem augað eygir - en vonandi heldur þó áfram að fara tiltölulega vel með - svona í aðalatriðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 125
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 1090
  • Frá upphafi: 2420974

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 964
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband