16.1.2018 | 00:40
Af stöðu á norðurslóðum þessa dagana
Við lítum til gamans á kort sem sýnir stöðuna á norðurslóðum þessa dagana. Ísland er alveg neðst á myndinni.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. - Við erum svo norðarlega að ekki sér til heimskautarastarinnar - vindur er meira að segja austlægur víða. Þykktin er sýnd með litum. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Blár litur er ríkjandi - eins og vera ber á þessum árstíma.
Við sjáum báða stóru kuldapollana, sá sem er yfir Kanada og við köllum venjulega Stóra-Bola er í slappara lagi - það er afleiðing af árásinni miklu sem hann gerði á Grænland um helgina og olli illviðri hér á landi. Kuldabirgðirnar fóru langt með að klárast - tíma tekur að byggja þær upp aftur. Svo er sjórinn baki brotnu að hita loftið sem tók þátt í áhlaupinu.
Eystri pollurinn, Síberíu-Blesi er hins vegar við bestu heilsu, sýnir okkur meira að segja fjóra fjólubláa liti og er það sérstakt heilbrigðismerki meðal kuldapolla. Ritstjórinn hefur gjarnan kallað þykkt sem er minni en 4740 metrar ísaldarþykktina - en á ísöld hefur sú þykkt hvað eftir annað leikið um Evrópu allstóran hluta vetrar - en kemur þar nú aldrei. Kannski hann verði aflögufær - og geti sent bróður sínum í vestri pakka yfir pólinn (eins og alloft gerist).
En vestanvindabeltið heldur kuldanum eystra yfirleitt í skefjum - það er mun sjaldnar að Síberíu-Blesi geri árásir vestur um Evrópu heldur en að Stóri-Boli ráðist á Bandaríkin. En þó það sé ekki algengt ber það samt við og þá er illt í efni - jafnvel þótt ekki sé um ísaldarkalt loft að ræða.
Norðanskot eru algengari ástæða kulda í Evrópu - þó þau geti verið slæm hafa þau þó oft mildast eitthvað yfir Barentshafi á leið sinni til suðurs - Síberíukuldinn hins vegar ekki.
Miklar vangaveltur eru á sveimi í fjölmiðlum - og líka hjá ýmsum fræðimönnum - um að hlýnun norðurslóða valdi röskun á heimskautaröstinni - auki bylgjugang hennar. Ritstjóri hungurdiska hefur tæplega kunnáttu til þess að kasta slíkum hugmyndum út af borðinu í heild sinni - en samt er hann ekki alveg sáttur við allar ályktanir sem dregnar eru. Of langt er að rekja það mál að sinni (hefur að vísu verið reifað nokkuð í gömlum pistlum - en hver nennir að leita að slíku). - En sammála er hann þeim sem tala um að hringrásartruflanir að sumarlagi séu mun líklegri en þær sem að sögn trufla veturinn. - Eða að þær hringrásartruflanir sem hlýnunin veldur á norðurslóðum á vetrum séu töluvert annars eðlis heldur en þær sem koma í kerfið að sumarlagi. - Ekki sé rétt að rugla þeim saman.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:17 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 714
- Sl. sólarhring: 753
- Sl. viku: 3093
- Frá upphafi: 2435535
Annað
- Innlit í dag: 665
- Innlit sl. viku: 2775
- Gestir í dag: 639
- IP-tölur í dag: 619
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.