Háloftastrengurinn mikli

Sterkir vindar eru sunnan við lægðina stóru sem nú er við landið. Þeir eru öflugastir fyrir sunnan land, bæði niður við sjávarmál sem og uppi í háloftunum. Það er ekki oft á ári sem við sjáum jafnöfluga háloftavinda á norðuratlantshafskortinu og eru þar í dag.

w-blogg140118xa

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 300 hPa-flatarins og vind í honum á miðnætti í kvöld (sunnudag). Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindátt og vindhraði sýndur með hefðbundnum vindörvum, en vindhraði jafnframt í lit - þar sem hann er meiri en 40 m/s. 

Á hvíta svæðinu í miðju rastarinnar er vindhraði meiri en 220 hnútar (222 hnútar = 114 m/s = 411 km/klst). Þetta er ekki fjarri millilandaflughæð og ljóst að flug til austurs tekur styttri tíma í nótt heldur en venjulega - en flugi á vesturleið er best að taka krók framhjá mesta vindinum. Þrátt fyrir þennan mikla vind er ekki gert ráð fyrir sérlega mikilli ókyrrð - hún er þó alltaf einhver - þetta er allt tiltölulega beint og hryggurinn sem ber vindhámarkið er mjög vægur - en jafnframt stöðugur (hreyfist þó austur). 

Sé litið á ókyrrðarspár á svæðinu - og í þessari flughæð - sést að ókyrrð er talin mest í beygjunni kröppu við háloftalægðina sjálfa, þar sem loftið streymir yfir háfjöll Norðaustur-Grænlands,

Lægðarmiðjan er auðvitað óvenjudjúp - rétt eins og í 500 hPa og niðri við sjávarmál og ekki oft sem 300 hPa-flöturinn kemst niður undir 8 km í nágrenni Íslands. Keflavíkurmetið er 8070 metrar (sett í janúarsyrpunni 1983). Hér er það 8220 metra jafnhæðarlínan sem er rétt norður af Keflavík. - Vonandi tekst að mæla í kvöld til að fá slíkt staðfest. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 92
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 1057
  • Frá upphafi: 2420941

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 933
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband