8.1.2018 | 01:20
Hvað getur hiti mælst hár á landinu?
Fyrir nokkrum dögum veltum við vöngum yfir því hversu kalt getur orðið á Íslandi. Rétt er að láta ámóta umfjöllun um hæsta mögulega líka fljóta með þó miður vetur sé (svo hún gleymist ekki alveg). Ekki er hún þó alveg jafnlöng og hin. – Er ritstjórinn eitthvað farinn að mæðast?
Til að hitabylgju geri þarf hlýtt loft að vera yfir landinu, ekki dugir eitt og sér að sólin skíni liðlangan daginn. Verði upphitun af völdum sólar nægileg kemur að því að loftið verður óstöðugt. Sé kalt loft yfir þarf litla upphitun til að koma af stað lóðréttri blöndun sem endar oft með skúraveðri og skýjum, en sé loftið hlýtt þarf meira til að mynda skúrir og ský. Loft „ber“ því mismikla hitun að neðan.
Þykktin (fjarlægðin) milli 500 og 1000 hPa flatanna er ágæt nálgun á hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Venja er að mæla hana í dekametrum, 500 hPa flöturinn er á sumrin gjarnan í um 5,5 km hæð, en það eru 550 dam, 1000 hPa flöturinn er mjög nærri jörðu, oft á sumrin í um 80 m eða 8 dam, sé notast við þessar tölur væri þykktin 542 dam (550-8). Þykktin er góður mælikvarði á „burðarhitann“
Mjög sjaldgæft er að þykkt yfir landinu verði meiri en 560 dam. Hæsta gildi sem við þekkjum á tíma háloftaathugana er 567 dam sem mældust yfir Keflavíkurflugvelli í hitabylgjunni miklu í ágúst 2004.
Það lætur nærri að hver dekametri samsvari u.þ.b. 0,5°C fyrir allt loftlagið milli þrýstiflatanna tveggja. Á vetrum á kalt heimskautaloft erfitt með að komast hingað óblandað vegna upphitunar yfir hlýjum sjó. Áhrif sjávarins eru öfug að sumarlagi, hann kælir þá ætíð hlýtt loft sem hingað berst þannig að loftið er tiltölulega langkaldast neðst en hlýrra ofar. Þykktin „ofmetur“ þá hita í neðstu lögum, mismikið þó.
Myndin sýnir dæmi um samband þykktar og hámarkshita á landinu. Í kuldapistlinum var miðað við tímabilið 1949 til 2016, en hér látum við tímann frá og með 1996 nægja – og mælingar sjálfvirku stöðvanna eingöngu. Gögnin voru matreidd þannig að gerður var listi þar sem annars vegar má finna þykkt á hádegi ákveðinn dag, síðan var hæsti hámarkshiti sama dags fundinn. Að því loknu var meðaltal reiknað fyrir hvern dekametra í þykkt, auk þess sem hæsta og lægsta hámark sama dekametra var fundið.
Grænu krossarnir sýna meðalhámark hvers þykktarbils og víkur nær ekkert frá beinni línu. Rauðu krossarnir sýna hæsta landshámark á hverju þykktarbili og rauða línan er aðfallslína hámarkaþýðisins. Ekki er fjarri lagi að telja „hámarksburðarhita“ viðkomandi þykktar liggja í punktasafninu rétt ofan rauðu línunnar, en þó verður að hafa í huga að hér er nokkur árstíðasveifla bæld (ekkert um hana fjallað hér).
Svo kann að virðast að hámarkaferillinn víki nokkuð frá línunni efst og neðst, en hér er nær örugglega um sýndarvik að ræða sem orsakast af því að úrtakið er svo lítið nærri útgildunum. Líklegast er að tilviljanakennt stak liggi nær meðaltali heldur að um útgildi sé að ræða, eftir því sem stökum í þessum þykktarbilum fjölgar (með árunum) mun tilviljun sveigja gildin í kringum 560 dam og neðan við 500 dam nær aðfallslínunni. Takið eftir því að hallatalan er hér 0,42 sem er litlu minna en þau 0,5°C/dam sem minnst var á að ofan.
Við 500 dam þykkt er rétt svo að hæstu landshámörk nái frostmarki, við 560 dam er meðaltal landshámarka um 23°C, en miklar líkur eru á að tilvik eigi eftir að koma þar með 30°C sem landshámark, við þessa þykkt.
Eins og áður sagði er mesta þykkt sem hefur komið á tímabilinu 567 dam (sú mæling var þó ekki á hádegi og sést því ekki á myndinni). Sú þykkt á mest að geta gefið 32,5°C sé eitthvað að marka aðfallslínuna. Hærri hitatölur eru mögulegar, í fyrsta lagi vegna þess að (líkleg) 100 ára þykkt er meiri en 567 dam og í öðru lagi vegna þess að allmargir punktar eru lítillega ofan aðfallslínunnar þannig að á lengri tíma myndi hún væntanlega hækka vegna þess að þau frávik sem sjá má neðan línunnar lækka hana, þeim fækkar alveg örugglega í tímans rás. Við bestu skilyrði gæti hitinn því orðið 1 til 2°C hærri en nefnt var eða um 34°C. Auk þess flýtir þétting stöðvakerfisins fyrir því að raunverulegt ítrasta hámark (burðargeta) hvers þykktarbils finnist.
Aukin hlýindi af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa munu um síðir valda aukinni tíðni mikillar þykktar yfir landinu – en jafnerfitt mun samt verða að hitta vel í og nú. Við tökum t.d. eftir því að sé að marka grænu aðfallslínuna ætti meðallandshámarkshiti við þykktina 570 dam „einungis“ að vera um 27 stig. Tugir daga (og 100 ár) með 570 dam gætu því þurft að líða áður en 34 stiga hámarkshita verður náð. – Nú, eða að fyrsti 570 dam dagurinn gæti hitt vel í – miði er möguleiki eins og sagt er.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1104
- Sl. sólarhring: 1109
- Sl. viku: 3494
- Frá upphafi: 2426526
Annað
- Innlit í dag: 989
- Innlit sl. viku: 3145
- Gestir í dag: 956
- IP-tölur í dag: 885
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.