Dálítil fyrirstaða sér um vikuveðrið

Hún virðist ekki veigamikil fyrirstaðan sem evrópureiknimiðstöðin segir okkur að muni sitja nærri okkur þessa vikuna - en hún fer samt ekki nema sparkað sé rækilega í hana.

w-blogg020117ia

Kortið sýnir spá um meðalhæð 500 hPa-flatarins vikuna 1. til 7. janúar 2018. Hæðarhryggur á að verða í námunda við landið og heldur hann lægðum frá - svona að miklu leyti. Hafa skal þó í huga að hér er um meðalkort heillar viku að ræða. Litirnir sýna hæðarvik að þessu sinni. Sé spáin rétt verða litlar grundvallarbreytingar á veðri - kannski eitthvað hlýrra þó við sjávarsíðuna en verið hefur. Háloftahæðir eru oftast hlýjar - þó undir þeim geti verið harla kalt. 

En svo eiga víst stórir hlutir að gerast vestur við Ameríkustrendur eftir miðja viku - kannski þar sé komið stígvélið sem sér um sparkið - ekki vitum við það enn. Bandarískir bloggarar og tístarar eru lausir á límingum þess vegna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 663
  • Frá upphafi: 2461303

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband