Landsmeđalhiti neđan frostmarks

Ritstjóri hungurdiska gefur ţví gaum hvenćr međalhiti í byggđum landsins fer fyrst ađ hausti undir frostmark. Í ár var ţađ 4. nóvember, venju fremur seint eđa 17 dögum síđar en ađ međallagi. Ţessi árvissi atburđur er í raun ákaflega tilviljanakenndur eins og sjá má á myndinni hér ađ neđan sem sýnir dagsetningar hans aftur til 1949.

w-blogg091117

Hér verđur ađ játa ađ ţetta er ekki međ skýrustu myndum - reynir ađ sýna allt of mikiđ í einu. Lárétti ásinn er auđveldastur viđfangs, sýnir ártöl. Sá lóđrétti sýnir dagafjölda frá og međ 1. september. Gráu súlurnar sýna dagsetningar. Liggi ţćr ofarlega á myndinni er fyrsti „frostdagurinn“ seint, en liggi súla ársins neđarlega hefur hann komiđ snemma. 

Fyrsta dagsetningin er 25. september 1954. Ekki man ritstjóri hungurdiska ţann dag, en hefur heyrt um hann talađ. Neđri rauđa línan um ţvera mynd sýnir 1. október. Sjá má ađ í fáein skipti önnur hefur landsfrostsdagurinn fyrsti komiđ í september. Sé taliđ saman reynist ţađ í 5 skipti, um 14. hvert ár. 

Síđasta dagsetningin er 21. nóvember 2016. Hér er reiknađ međaltal mannađra stöđva. Sjálfvirku stöđvarnar voru 2 dögum fyrr á ferđinni í fyrra. Rauđu strikin sýna dagsetningar ţeirra - eins og sjá má munar oftast ekki miklu - ađalatriđin í línuritunum ţau sömu. Nóvembertilvikin eru ekki mörg - tíu alls, gerist ađ međaltali um 7. hvert ár, en sum sé bćđi nú og í fyrra. Engin ástćđa er til ađ ćtla ađ ţessi siđur haldist nćstu árin. 

En fyrsti frostdagurinn er langoftast í október, í 83 prósentum tilvika, međaltaliđ er eins og áđur sagđi 18. október (grá ţverlína). Ţađ er ekki oft sem mörg ár koma í röđ samfellt á undan eđa eftir međaltalinu, ţau eru ţó orđin fimm núna á eftir, en voru níu í röđ á árunum 1957 til 1965. 

Međaltal kuldaskeiđsins 1965 til 1995 er 14. október, en međaltal tímans síđan (1996 til 2017) er 21. október. Međaltal áranna 1949 til 1964 er hins vegar 22. október. Jú, kulda- og hlýskeiđa virđist eitthvađ gćta í međaltölum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 3414
  • Frá upphafi: 2430733

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2778
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband