Landsmeðalhiti neðan frostmarks

Ritstjóri hungurdiska gefur því gaum hvenær meðalhiti í byggðum landsins fer fyrst að hausti undir frostmark. Í ár var það 4. nóvember, venju fremur seint eða 17 dögum síðar en að meðallagi. Þessi árvissi atburður er í raun ákaflega tilviljanakenndur eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem sýnir dagsetningar hans aftur til 1949.

w-blogg091117

Hér verður að játa að þetta er ekki með skýrustu myndum - reynir að sýna allt of mikið í einu. Lárétti ásinn er auðveldastur viðfangs, sýnir ártöl. Sá lóðrétti sýnir dagafjölda frá og með 1. september. Gráu súlurnar sýna dagsetningar. Liggi þær ofarlega á myndinni er fyrsti „frostdagurinn“ seint, en liggi súla ársins neðarlega hefur hann komið snemma. 

Fyrsta dagsetningin er 25. september 1954. Ekki man ritstjóri hungurdiska þann dag, en hefur heyrt um hann talað. Neðri rauða línan um þvera mynd sýnir 1. október. Sjá má að í fáein skipti önnur hefur landsfrostsdagurinn fyrsti komið í september. Sé talið saman reynist það í 5 skipti, um 14. hvert ár. 

Síðasta dagsetningin er 21. nóvember 2016. Hér er reiknað meðaltal mannaðra stöðva. Sjálfvirku stöðvarnar voru 2 dögum fyrr á ferðinni í fyrra. Rauðu strikin sýna dagsetningar þeirra - eins og sjá má munar oftast ekki miklu - aðalatriðin í línuritunum þau sömu. Nóvembertilvikin eru ekki mörg - tíu alls, gerist að meðaltali um 7. hvert ár, en sum sé bæði nú og í fyrra. Engin ástæða er til að ætla að þessi siður haldist næstu árin. 

En fyrsti frostdagurinn er langoftast í október, í 83 prósentum tilvika, meðaltalið er eins og áður sagði 18. október (grá þverlína). Það er ekki oft sem mörg ár koma í röð samfellt á undan eða eftir meðaltalinu, þau eru þó orðin fimm núna á eftir, en voru níu í röð á árunum 1957 til 1965. 

Meðaltal kuldaskeiðsins 1965 til 1995 er 14. október, en meðaltal tímans síðan (1996 til 2017) er 21. október. Meðaltal áranna 1949 til 1964 er hins vegar 22. október. Jú, kulda- og hlýskeiða virðist eitthvað gæta í meðaltölum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg030425c
  • w-blogg030425b
  • w-blogg030425a
  • w-blogg030425i
  • w-blogg020425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 548
  • Sl. sólarhring: 682
  • Sl. viku: 2470
  • Frá upphafi: 2458455

Annað

  • Innlit í dag: 518
  • Innlit sl. viku: 2262
  • Gestir í dag: 506
  • IP-tölur í dag: 493

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband