Skyldi vera eitthvað í því?

Venjulega eru þriggjavikna spár evrópureikninmiðstöðvarinnar heldur loðnar og óljósar. Nú bregður svo við að sýnd er nokkuð eindregin spá.

w-blogg061117a

Spáð er miklum hæðarhrygg í háloftum yfir Grænlandi og háþrýstingi hér á landi, meginlægðir langt undan. Kortið sýnir meðalsjávarmálsþrýsting og vik frá meðaltali dagana 20. til 26. nóvember, ekki í þessari viku, ekki í þeirri næstu, heldur í þarnæstu. Það væri sannarlega vel af sér vikið hjá reiknimiðstöðinni ef þessi spá rættist. 

En við verðum auðvitað löngu búin að gleyma henni þegar þessi framtíðarvika líður hjá - og kannski bara eins gott. Svo getur ýmis konar veður leynst á bakvið meðaltalið - jafnvel þó spáin rættist í aðalatriðum. 

Svo segir reiknimiðstöðin að vikan þar á eftir verði líka með svipuðu lagi. Venjulegt fólk (eins og ritstjóri hungurdiska) þarf ekki mikið á framtíðarspám af þessu tagi að halda - en þær eru mjög gagnlegar fyrir stóraðgerðir af ýmsu tagi - svo og fjárhættuspilara í kauphöllum nútímans, þeirra sem gera út á veðurafleiðuviðskipti (eins og það heitir víst). Alls konar ósómi og afbrigðilegheit geta fylgt miklum fyrirstöðum í vestanvindabeltinu sem gott er að frétta af með fyrirvara (sé það hægt). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kristalskúlu taktar Evrópumiðstöðvar gætu verið dulin spáspeki sem gagnast þeim í háþrýstingi stjórnarmyndunarviðræðnanna,t.d.fjármálagerningur,erfiðasta viðfangsefni þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2017 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 170
  • Sl. sólarhring: 260
  • Sl. viku: 3662
  • Frá upphafi: 2430709

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 3006
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband