September- og sumarhiti

Nú má september heita liðinn og óhætt að líta á landsmeðalhitann. Mánuðurinn er í flokki þeirra hlýjustu - er í fimmtahlýjasta sæti á lista sem nær aftur til 1874. 

w-blogg300917a

Línuritið sýnir septemberhitann. Fjórir mánuðir eru í nokkrum sérflokki hvað hita varðar og vantar september nú nokkuð upp á að ná þeim. Langtímahitaleitni reiknast ekki mikil í september, en þó hafa hlýir mánuðir verið mun meira áberandi á þessari öld heldur en nokkru sinni áður. 

Hefðbundið er á Veðurstofunni að telja september til sumarsins. Sumarið 2017 var hlýtt þegar borið er saman við allt safnið, lendir í 17. til 18. hlýindasæti af 144 á lista.

w-blogg300917b

Á þessari öld hafa enn hlýrri sumur verið nokkuð algeng, en á öllu tímabilinu 1954 til 1995 kom ekkert sumar jafnhlýtt eða hlýrra heldur en það sem nú er nær liðið - og varla neitt á tímanum fyrir 1933 (nema e.t.v. 1880). Kaldast var 1882. 

Í ár gerðist það að september var á landsvísu hlýrri en júní - og víða um land var hann einnig hlýrri en ágúst. Það er alloft sem landsmeðalhiti í september er hærri en í júní, 29 sinnum af 144 skiptum sem við höfum sæmilega áreiðanlega vissu um - þar af 5 sinnum á þessari öld - og hlýtur að réttlæta veru 9. mánaðar ársins í hópi sumarmánaða. Á sama tímabili hefur september 8 sinnum verið hlýrri en ágúst (enn á landsvísu). 

Ekki er vitað til þess að október hafi verið hlýrri en júní sama árs - á landsvísu, en það hefur nokkuð oft gerst á einstökum stöðvum. Það hefur meira að segja gerst að nóvember hefur orðið hlýrri en júní. Til þess að svo megi verða þarf að hittast svo á að júní sé óvenjukaldur og nóvember óvenjuhlýr - ekkert óskaplega líklegt. Við vitum um slík tilvik í fimm árum, 1931 í Papey, í Kjörvogi á Ströndum 1968, á Dalatanga, í Neskaupstað og á Kambanesi 1993, og á Fonti á Langanesi 1998 og 2011. Desember hefur aldrei orðið hlýrri en júní sama ár á veðurstöð hérlendis - svo vitað sé til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Nú eru haustin í raun orðin miklu hlýrri en vorin !

Eins og þessar niðurstöður þínar sanna Trausti.   Í raun ætti því almenningur að hlakka enn meira til haustsins en vorsins.

Og oftar en ekki er nú íslenska vorið með miklum herkjum á leið siini hingað.

En þegar slengt er fram svona fullyrðingu koma veðrahvolfin yfir Íslandi á óvart og fara sínu fram sem fyrr.   Flóð á suð-austur og austurlandi. Og ekki einu sinni leysingar.

Ein  spurning, er þessi mikla úrkoma að einhverju leyti leifar eða smáslitrur af fellibyljunum síðustu vikur?

P.Valdimar Guðjónsson, 30.9.2017 kl. 11:21

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Bæði vor og haust hafa síðustu áratugi hlýnað heldur minna hér á landi en vetur og sumar. Úrkoman um landið suðaustanvert tengist fellibyljunum ekki beint - en ekki er óhugsandi að almenn sjávarhlýindi á þeirra slóðum tengist úrkomunni hér á landi. Það er þó ætíð tilviljun hvar úrkoman lendir að lokum eftir langa ferð.

Trausti Jónsson, 30.9.2017 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband