Nýtt landshitamet septembermánaðar

Óhætt er að segja að september í ár hafi byrjað með látum. Hámarkshiti dagsins (þ.1.) mældist 26,4 stig á Egilsstöðum og hefur aldrei farið hærra hér á landi í septembermánuði. Gamla metið var 26,0 stig, sett á Dalatanga þann 14. árið 1949. Þetta er annað mánaðarlandshitametið sem sett er á árinu en 12. febrúar mældist hiti á Eyjabökkum 19,1 stig, hærri en nokkru sinni hefur áður mælst í þeim almanaksmánuði. 

Eyjabakkametið vekur reyndar nokkra umhugsun um það hvað hámarkshiti er og hefur ekki enn fengið fullkomið heilbrigðisvottorð. Samt sést það nú þegar tilfært í erlendum metaskrám (met eru eftirsótt vara virðist vera). 

Egilsstaðametinu í dag fylgja engar sérstakar áhyggjur - nema þær venjulegu, sem lúta að umbúnaði hitaskynjarans og minnst hefur verið á áður hér á þessum vettvangi - og er löglegur talinn (eða þannig). 

Það er mjög sjaldgæft að hiti mælist 25 stig eða meira hér á landi í september, en það er auðvitað líklegast fyrstu daga mánaðarins. 

Ritstjóri hungurdiska fær vonandi tækifæri til þess síðar að gera nánari grein fyrir metinu. 

Fjöldi septemberhitameta féll á veðurstöðvum landsins í dag. Nördin geta séð þau í lista í viðhengi þessa pistils - þar eru aðeins nefndar stöðvar sem starfað hafa í 10 ár eða meira. 

Dagurinn varð fimmtihlýjasti dagur ársins á landsvísu, en átti hæsta hámarkshita þess á rúmlega 20 stöðvum (sjá viðhengi).

Hitasveifla dagsins var stór á Egilsstöðum því næturlágmarkshitinn þar var ekki nema 2,9 stig. Spönnin því 23,5 stig. Skyndilegar hitasveiflur komu fram á nokkrum stöðvum, t.d. á Mánárbakka þar sem hiti var 23,3 stig klukkan rúmlega 15, en féll skömmu síðar niður í 13,6 stig - ofanloft vék fyrir utanlofti. Á Siglufirði hækkaði hiti hins vegar snögglega um 8,2 stig innan klukkustundar milli 13 og 14. Svipaðar tölur sáust úr Flatey á Skjálfanda þar sem hitinn stakk sér stutta stund upp fyrir 21 stig - en var annars mun lægri. Þar kom ofanloft greinilega við sögu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 445
  • Sl. viku: 2280
  • Frá upphafi: 2410269

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2042
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband