Nýtt landshitamet septembermánađar

Óhćtt er ađ segja ađ september í ár hafi byrjađ međ látum. Hámarkshiti dagsins (ţ.1.) mćldist 26,4 stig á Egilsstöđum og hefur aldrei fariđ hćrra hér á landi í septembermánuđi. Gamla metiđ var 26,0 stig, sett á Dalatanga ţann 14. áriđ 1949. Ţetta er annađ mánađarlandshitametiđ sem sett er á árinu en 12. febrúar mćldist hiti á Eyjabökkum 19,1 stig, hćrri en nokkru sinni hefur áđur mćlst í ţeim almanaksmánuđi. 

Eyjabakkametiđ vekur reyndar nokkra umhugsun um ţađ hvađ hámarkshiti er og hefur ekki enn fengiđ fullkomiđ heilbrigđisvottorđ. Samt sést ţađ nú ţegar tilfćrt í erlendum metaskrám (met eru eftirsótt vara virđist vera). 

Egilsstađametinu í dag fylgja engar sérstakar áhyggjur - nema ţćr venjulegu, sem lúta ađ umbúnađi hitaskynjarans og minnst hefur veriđ á áđur hér á ţessum vettvangi - og er löglegur talinn (eđa ţannig). 

Ţađ er mjög sjaldgćft ađ hiti mćlist 25 stig eđa meira hér á landi í september, en ţađ er auđvitađ líklegast fyrstu daga mánađarins. 

Ritstjóri hungurdiska fćr vonandi tćkifćri til ţess síđar ađ gera nánari grein fyrir metinu. 

Fjöldi septemberhitameta féll á veđurstöđvum landsins í dag. Nördin geta séđ ţau í lista í viđhengi ţessa pistils - ţar eru ađeins nefndar stöđvar sem starfađ hafa í 10 ár eđa meira. 

Dagurinn varđ fimmtihlýjasti dagur ársins á landsvísu, en átti hćsta hámarkshita ţess á rúmlega 20 stöđvum (sjá viđhengi).

Hitasveifla dagsins var stór á Egilsstöđum ţví nćturlágmarkshitinn ţar var ekki nema 2,9 stig. Spönnin ţví 23,5 stig. Skyndilegar hitasveiflur komu fram á nokkrum stöđvum, t.d. á Mánárbakka ţar sem hiti var 23,3 stig klukkan rúmlega 15, en féll skömmu síđar niđur í 13,6 stig - ofanloft vék fyrir utanlofti. Á Siglufirđi hćkkađi hiti hins vegar snögglega um 8,2 stig innan klukkustundar milli 13 og 14. Svipađar tölur sáust úr Flatey á Skjálfanda ţar sem hitinn stakk sér stutta stund upp fyrir 21 stig - en var annars mun lćgri. Ţar kom ofanloft greinilega viđ sögu.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010225b
  • w-blogg010225a
  • w-blogg290125d
  • w-blogg290125c
  • w-blogg290125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 165
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 2067
  • Frá upphafi: 2438878

Annađ

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 1895
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband