Metúrkoma á allmörgum stöðvum í apríl

Úrkoma var óvenjumikil víða um land í apríl. Til tíðinda má telja að í Reykjavík mældist hún 149,5 mm, það mesta síðan í apríl 1921, en þá mældist úrkoman 149,9 mm. Munurinn á þessum tölum er ómarktækur og má því segja að úrkomumetið frá 1921 hafi verið jafnað. 

Hér að neðan er listi yfir ný aprílúrkomumet á stöðvum þar sem mælt hefur verið í tíu ár eða meir. 

stöðármánúrk-núeldrameteldrabyrjar nafn
9420174116,22007102,91996 Kirkjuból
9720174154,22007129,51991 Neðra-Skarð
14920174188,72011148,51995 Hítardalur
16720174209,72003177,61997 Bláfeldur
25220174132,42010122,61994 Bolungarvík
25320174106,9201185,21995 Hnífsdalur
25420174135,21994120,41980 Ísafjörður
29320174166,72009115,91995 Litla-Ávík
29620174101,9201562,02005 Bassastaðir
32120174149,3200776,81992 Ásbjarnarstaðir
3522017468,1201262,81956 Hraun á Skaga
3612017466,5199957,91978 Bergstaðir
3702017449,4200740,41990 Litla-Hlíð
40020174120,12012110,01990 Sauðanesviti
81820174199,01980168,91960 Hólmar
95120174369,82011360,31981 Nesjavellir
97120174213,12009161,71995 Vogsósar
99020174159,91954132,31952 Keflavíkurflugvöllur

Hér má sjá úrkomu nú - og eldra aprílmet. Hafa verður í huga að hér er um bráðabirgðatöflu að ræða - á stöku stöð vantar daga inn í - og einnig vantar í fáeinum tilvikum staka aprílmánuði inn í fortíð stöðvanna. Við sjáum að miklu munar á Keflavíkurflugvelli á niðurstöðu nýliðins mánaðar og eldra meti.

Þess má geta að í Stykkishólmi komu 104,6 mm í mælana, litlu minna en í apríl 2007 og 2003, en talsvert vantaði upp á að metinu frá 1921 væri náð. Þá mældust 124,5 mm í Stykkishólmi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 2382
  • Frá upphafi: 2434824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband