Í leit að vorinu 4

Í síðasta pistli komumst við að því að mánuðurinn forni, harpa (auk fyrstu viku skerplu) má kannski teljast sérstök árstíð, létum við meðalloftþrýsting ráða árstíðaskiptingu. - Við horfum aftur á sömu mynd, en bætum svonefndum óróavísi við á línuritið. Óróavísirinn segir okkur hversu mikið loftþrýstingur breytist að meðaltali frá degi til dags. 

Óróinn er einskonar mælikvarði á það hversu snarpur „lægðagangur“ er við landið. Hann er allvel tengdur þrýstingnum, lægðum fylgja að jafnaði snarpari þrýstibreytingar heldur en hæðum. - Þó koma mánuðir á stangli þegar þrýstingur er lágur án þess að þrýstiórói sé það. 

Við vitum af reynslu að vetrarlægðir eru öflugri en þær sem ásækja okkur að sumarlagi. Það kemur því ekki á óvart að þrýstióróinn er miklu meiri að vetri en sumri - en hversu miklu meiri?

Sjávarmálsþrýstingur og þrýstiórói

Það sýnir rauði ferillinn á myndinni - og kvarðinn til hægri. Kvarðinn til vinstri og grái ferillinn eru óbreyttir frá pistli gærdagsins. 

Hér sjáum við að óróinn er svipaður frá áramótum og fram í miðjan þorra, um 9 hPa, en þá fer að draga úr honum. Þetta er um svipað leyti og þrýstingur fer að hækka. Í fyrri hluta apríl er hann kominn niður í milli 7 og 8 hPa en fellur þá snögglega á tveimur vikum niður fyrir 6. Síðan dregur hægt úr - án þess að áberandi þrep sjáist. 

Það gerist greinilega eitthvað - lægðagangur minnkar mjög rækilega í kringum sumardaginn fyrsta. Hér er hávetur til miðs þorra, þá taka útmánuðir við og síðan sumarástand strax frá sumardeginum fyrsta. Þrýstiórói vex ekkert við þrýstifallið í maílok - það tengist því einhverju öðru en lægðagangi. 

Þrýstióróavorið? Það stendur eiginlega bara frá 15. til 25. apríl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 123
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 2457210

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 1506
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband