7.4.2017 | 01:06
Páskahretið mikla 1917 (hundrað ára minning)
Þekktasta páskahret síðustu aldar er vafalítið það sem skall á þann 9. apríl 1963. Þetta var þriðjudagur í dymbilviku. Gleymir því enginn sem þau umskipti lifði. En við lítum nú enn lengra aftur í tímann, til páska 1917. Þá gerði líka afspyrnuslæmt áhlaup, furðulíkt því 1963. Aðalmunurinn var e.t.v. sá að vikurnar á undan voru ekki nærri því eins hlýjar 1917 og í síðara tilvikinu og gróður því ekki jafnlangt genginn þá og 63. Tíð hafði þó almennt verið hagstæð frá því um áramót.
Í tíðarhnotskurn hungurdiska segir um janúar til mars:
Janúar: Fremur hægviðrasöm og hagstæð tíð lengst af. Mjög þurrt víðast hvar. Fremur hlýtt.
Febrúar: Hægviðrasöm og hagstæð tíð lengst af. Fremur hlýtt.
Mars: Lengst af fremur hagstæð tíð, einkum suðvestanlands. Fremur hlýtt þar til undir lok mánaðar.
Hér verða fyrst sýnd nokkur veðurkort amerísku endurgreiningarinnar, síðan gerum við dálítinn samanburð á hretunum og loks rennt í gegnum helsta tjón í hretinu 1917.
Fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins. Laugardagskvöldið fyrir páska bar upp á 7. apríl 1917.
Veðurkort föstudagsins langa, 6. apríl, virðist heldur sakleysislegt. Grunn lægð á Grænlandshafi - engar opinberar veðurspár að hafa og því síður nokkrar tölvuspár. Gaman væri að vita hvort einhverjir hafa samt haft grun um hvað í vændum var.
Háloftakortið á hádegi sama dag afhjúpar stöðuna - og hér sjá vanir menn að illt gæti verið í efni (ekki þó neitt öruggt að spá eftir þessu korti einu og sér). Nokkuð hraðfara háloftalægðardrag er á austurleið yfir Suður-Grænlandi. Hvort greiningin nær þessu réttu vitum við ekki - en trúlega er farið nærri lagi því framhaldið er mjög trúverðugt.
Hér er komið hádegi þann 7. og hretið skollið á á Vestfjörðum - 10 vindstig af norðausturi talin á Ísafirði. Lægðarmiðjan er hér ekki á alveg réttum stað - enn var hægur suðvestan í Stykkishólmi kl. 14 (15 utc) - og þá var ekki heldur farið að hvessa að ráði í Grímsey. En síðan er eins og veggur af köldu lofti úr norðri falli suður yfir landið, lægðin heldur áfram að dýpka og þrýstingur vestan við land rýkur upp.
Kortið sem gildir kl. 6 að morgni páskadags er vægast sagt ískyggilegt.
Þrýstilínur í knippi yfir landinu og vindhraði ógurlegur, frostharka mikil og blindhríð.
Við getum líka skoðað atburðarásina á línuriti.
Lárétti ásinn sýnir daga aprílmánaðar 1917. Lóðréttu ásarnir eru tveir, sá til vinstri sýnir þrýstimun yfir landið, mun á hæsta og lægsta samtímaþrýstingi við sjávarmál í hPa. Ekki eru hér fáanleg nema þrjú gildi á sólarhring og sýna bláleitu súlurnar þau. Þrýstimunurinn er mestur að morgni páskadags, um svipað leyti og kortið að ofan gildir, 37,4 hPa. Þetta er óvenjuleg tala - hugsanlega eru ekki allar loftvogir alveg réttar, en samt. Þrýstimunur af þessu tagi má telja órækan vitnisburð um fárviðri einhvers staðar á landinu - sé hann er meiri en 20 hPa eru stormlíkur miklar.
Hægri lóðrétti ásinn sýnir hita í Reykjavík og markar rauða strikalínan hann, þrisvar á sólarhring. Á einni nóttu fellur hitinn úr 5 stigum niður í meir en -8 stiga frost - og síðar enn neðar. - Þann 9 dúraði aðeins, en síðan bætti aftur í vind sé að marka þrýstimuninn.
Næst sjáum við samanburð við hitann í Reykjavík 1963.
Blái ferillinn er hér 1917, en sá rauði 1963, alveg ótrúlega líkir ferlar. Hér hefur dögum 1963 verið hnikað um tvo þannig að hretin falli saman. En eins og sjá má var mun hlýrra vikuna áður 1963 heldur en 1917.
Línurit sem sýna þrýstimun í hretunum báðum eru líka ámóta - þó ekki eins lík og hitaritið.
Munurinn varð meiri 1917 heldur en 1963, en síðari toppurinn var hærri 1963 heldur en 1917 (upplausn í tíma þó betri). Loftþrýstiferlarnir (ekki sýndir hér) eru ólíkari. Sá virðist hafa verið helstur munur á veðrunum að grænlandslægðardragið 1963 kom úr norðvestri en 1917 kom það beint úr vestri.
Trúlega yrði veðrum sem þessum báðum spáð með einhverjum fyrirvara í tölvum nútímans. Veður af þessari ætt eru ekki óalgeng, en eru til allrar hamingju sjaldan svona óskaplega hörð og snörp. Þar að auki er auðvitað óvenjulegt að þau hitti á dymbilviku eða páska og komist þar með í hóp páskahreta - sem af einhverjum ástæðum vekja oftast meiri áhuga en önnur köst.
En lítum nú lauslega á helsta tjón í veðrinu.
Að minnsta kosti þrír urðu úti, kona við Valbjarnarvelli í Borgarfirði, maður við Borg í Arnarfirði og maður við Hornafjarðarfljót.
Miklir fjárskaðar, m.a. í Húnavatnssýslum, í Dýrafirði og Arnarfirði. Miklir fjárskaðar urðu einnig á Síðu og í Fljótshverfi og austur í Lóni. Mikið tjón varð á bæjarsímanum á Seyðisfirði og brotnuðu flestir staurar, og allir milli Fjarðarárbrúar og Búðareyrar. Skúta sökk þar á firðinum og önnur á Eskifirði. Vélbátar brotnuðu bæði á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. Í Reyðarfirði fauk hlaða og fjárskaðar urðu. Hlaða fauk í Mjóafirði. Bátar og hús skemmdust á Djúpavogi og þar í grennd, einn bátur með þremur mönnum fórst. Bátar sukku á Höfn í Hornafirði.
Fjögur útróðraskip fuku undir Eyjafjöllum og tvær hlöður á Rauðafelli þar í sveit. Hlöður fuku á Háeyri og í Votmúla í Flóa, símstaurar brotnuðu við Eyrarbakka. Skaðar urðu á húsum í Borgarfirði og fé fennti í Fornahvammi, Hraundal og víðar. Vélbátur brotnaði í Grundarfirði. Skaðar urðu á jörðum í Hornafirði og í Lóni af sandfoki og grjótflugi (nákvæm dagsetning þess tjóns óviss).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 11
- Sl. sólarhring: 363
- Sl. viku: 2525
- Frá upphafi: 2411445
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 2164
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Tryggvi Emilsson lýsir páskahretinu 1917 vel í ævisögu sinni Fátækt fólk.
Brynjólfur Sveinsson (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 21:00
Þakka þér fyrir Brynjólfur - þarf að rifja þetta upp hjá Tryggva.
Trausti Jónsson, 8.4.2017 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.