Tímbilið október 2016 til febrúar 2017 (hiti)

Hlýindin að undanförnu hafa svo sannarlega verið óvenjuleg. Tíminn frá október til febrúar er almennt sá hlýjasti sem vitað er um á landinu - miðað við sömu almanaksmánuði.

Við skulum líta á tvö línurit sem sýna þetta. Það fyrra á við Reykjavík en hið síðara Akureyri. 

Reykjavík Hiti í október til febrúar

Hér má sjá að meðalhiti mánaðanna í Reykjavík er 3,8 stig, 0,3 stigum ofan við það hlýjasta hingað til [október 1945 til febrúar 1946].

Þetta er enn óvenjulegra á Akureyri.

Akureyri Hiti í október til febrúar

Meðalhiti mánaðanna 5 var 3,2 stig nú á Akureyri, heilu stigi ofar en næsthæsta gildið á myndinni [október 1941 til febrúar 1942]. Metafall af þessari stærð er sjaldséð - (en segir samt ekkert um framtíðina).

En þessi niðurstaða kallar á fleiri spurningar. Hvernig kemur annar fjöldi mánaða út? Finnum við jafnafbrigðileg jafnlöng tímabil - ef við bara endum í öðrum mánuði en febrúar? 

Við munum e.t.v. velta þessu lítillega fyrir okkur síðar - og líka gefa úrkomunni í vetur líka gaum - en hún hefur verið óvenjumikil víða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Já úrkoman hefur verið óvenjumikil víða, ekki síst í höfuðborginni.

Þar er alveg örugglega einnig um nýtt met að ræða (enda er mikil útkoma á vetrum yfirleitt samfara hlýindum - og svo sem á sumrin einnig)- en gaman að sjá það svart á hvítu (sem fyrst!).

Torfi Kristján Stefánsson, 3.3.2017 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 899
  • Sl. sólarhring: 1114
  • Sl. viku: 3289
  • Frá upphafi: 2426321

Annað

  • Innlit í dag: 799
  • Innlit sl. viku: 2955
  • Gestir í dag: 782
  • IP-tölur í dag: 719

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband