14.1.2017 | 18:19
Fárviðrið 11. febrúar 1967
Í haust var á hungurdiskum fjallað um fárviðri í Reykjavík í allmörgum pistlum. Því var lokið og sömuleiðis búið að líta á eitt Akureyrarfárviðri, 5. mars 1969. Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið og haldið áfram með Akureyrarveðrin. - Þau eru hins vegar ekki mörg á bókum, aðeins þrjú.
Það sem við lítum á í dag gekk yfir snemma að morgni laugardags 11. febrúar 1967 og gerði ekki teljandi skaða. Ritstjóri hungurdiska var reyndar á staðnum og man mjög vont veður - og sömuleiðis sá hann á göngu um bæinn síðdegis að ýmislegt (mjög) laust hafði fokið, ruslatunnur (og fleira þess háttar) voru ekki allar á réttum stöðum - fáeinar rúður brotnað - en furðulítið tjón samt miðað við veðurhæðina.
Aðdragandi veðursins er í sígilda flokknum - þrjár lægðir fóru til norðausturs nærri landinu, þær tvær fyrstu fyrir vestan það - en sú síðasta (okkar lægð) yfir landið - og var fljót að því.
Hér má sjá stöðuna sólarhring áður. Djúp lægð við suðausturströnd Grænlands veitir gríðarköldu lofti til austurs á móts við hlýja lægðarbylgju úr suðri. Nýja lægðin er rétt svo að verða til á þessu korti. Hluti hennar er alveg við suðurmörk þess - en sameinaðist svo bylgju á úrkomubakkanum mikla sem liggur þar austan við. - Fór svo í óðadýpkun á leið sinni til landsins.
Sólarhring síðar er lægðin yfir Húnavatnssýslu. Austan hennar er mikill sunnanstrengur - vestanátt sunnan við. Það er eiginlega ekki fyrr en yfir landinu sem lægðin fór að snúa upp á sig og búa til stungu. Fárviðrið náði því ekki verulegri útbreiðslu hér á landi - hittir ekki alveg í.
Þetta var á tíma hinna ómissandi Morgunblaðsveðurkorta. Hér má sjá kort á sama tíma og greiningin að ofan sýndi. Lægðin á sama stað. Ritstjórinn telur kortið vera eftir Knút Knudsen veðurfræðing (en er ekki alveg viss). Í textanum má lesa að lægðin hafi farið um 2000 kílómetra leið á 24 tímum og dýpkað um 40 hPa (sem er varlega áætlað).
Þarna má líka sjá að vindur í Grímsey hafi farið í 14 vindstig. Þegar athugunarbókin skilaði sér reyndust það vera 85 hnútar (43,8 m/s) - en ekki 89 eins og stendur í textanum. Þetta er mesti vindhraði sem vitað er um í eyjunni - merkilegt veður hvað það varðar og sýnir e.t.v. hvað litlu munaði að lægðin hitti stærri hluta landsins þegar hún var illvígust.
Japanska endurgreiningin nær þessu veðri nokkuð vel - þrýstingur í lægðarmiðju er 969 hPa á kortinu að ofan (hefur verið lítillega lægri í raun) - en á næsta korti á eftir (kl. 12) er hann kominn niður í 958 hPa.
Hér er svo háloftastaðan sem lagði veðrið upp. Kortið gildir kl. 6 að morgni þess. 10. (samtíma fyrsta kortinu hér að ofan). Kuldapollurinn Stóri-Boli er með illilegasta móti og hlýtt loft syðst á kortinu að gæla við jaðar hans. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en þykktin sýnd með litum. Mikill vindstrengur langt suðvestan úr hafi liggur beint til Íslands. - Afarsígilt illviðraábendi.
Þrýstiritinn frá Akureyri sýnir lægðakerfi þessarar febrúarviku vel. Fyrsta lægðin fór hjá nokkuð fyrir vestan land þann 8. Síðan leið rúmur sólarhringur í þá næstu, hún var talsvert dýpri - en var langt vestan Akureyrar og loks sú þriðja - tveir sólarhringar liðu á milli lægstu þrýstigilda þessara tveggja lægða. - Á Akureyri varð veðrið verst eftir að loftvog fór að stíga snemma að morgni þess 11.
Vindritið frá Akureyri sýnir 10-mínútna meðalvindhraða - hér frá því um kl.22 kvöldið áður og fram undir kl. 9 að morgni. Vindur var lengst af mjög hægur um nóttina, fór að hvessa um kl. hálf sex - og síðan mjög snögglega rétt uppúr kl.6. Snöggu hámarki var síðan náð rétt fyrir sjö. Flestir bæjarbúar annað hvort sofandi eða rétt við fótaferð. - Vindur fór síðan fljótlega að ganga niður.
Íslandskortið er frá því kl. 9. Þá var veður orðið skaplegt á Akureyri - en hafði ekki náð hámarki í Grímsey - það gerðist milli kl. 9 og 10. Af kortinu má ráða að lægðin var komin niður fyrir 960 hPa.
Síðasta myndin sýnir lægsta þrýsting á landinu á þriggja klukkustunda fresti dagana 7. til 12. febrúar 1967 (rauður ferill) og mesta þrýstimun milli stöðva (mismunur hæsta og lægsta þrýstings á sama tíma). Þrýstiferillinn er í aðalatriðum samhljóða akureyrarferlinum - lægð númer 2 tekur þó greinilega meira í heldur en sá ferill sýnir.
Strengurinn samfara lægðinni okkar var mjög snarpur - en skammvinnur.
Þess má svo geta í framhjáhlaupi að rétt nokkrum dögum áður hófust veðurfréttir í sjónvarpi Ríkisútvarpsins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 7
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 1341
- Frá upphafi: 2455667
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1201
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.