8.12.2016 | 23:08
Desemberhlýindi (fyrritíðar)
Eins og fjallað var um í pistli hér á hungurdiskum í gær (7. desember) hefur fyrsta vika mánaðarins verið sérlega hlý á landinu. Ekkert er enn hægt að segja um endingu hlýindanna. Ritstjórinn hefur fengið ýmsar spurningar varðandi fyrri desemberhlýindi. Hér verður reynt að svara sumum þeirra.
1. Hver er hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í desember?
Þessari spurningu hefur svosem verið svarað hér á diskunum áður - en allt í lagi að rifja svarið upp.
ROD | stöð | ár | mán | dagur | klst | hámark | NAFN | |
1 | 400 | 2001 | 12 | 14 | 9 | 18,4 | Sauðanesviti | |
2 | 527 | 1997 | 12 | 15 | 9 | 18,2 | Skjaldþingsstaðir | |
3 | 615 | 1988 | 12 | 14 | 9 | 18,0 | Seyðisfjörður | |
4 | 3658 | 1997 | 12 | 15 | 3 | 17,9 | Ólafsfjörður | |
5 | 527 | 1997 | 12 | 14 | 18 | 17,8 | Skjaldþingsstaðir | |
6 | 615 | 1997 | 12 | 15 | 21 | 17,8 | Seyðisfjörður | |
7 | 5316 | 2010 | 12 | 9 | 22 | 17,3 | Kvísker | |
8 | 527 | 2002 | 12 | 6 | 9 | 17,2 | Skjaldþingsstaðir | |
9 | 4180 | 1997 | 12 | 14 | 13 | 17,2 | Seyðisfjörður-Vestdalur | |
10 | 35315 | 2010 | 12 | 9 | 22 | 17,2 | Kvísker Vegagerðarstöð |
Taflan sýnir hæstu tölurnar. Þrjár stöðvar hafa náð 18 stigum. Tilvikin í töflunni eru frá 1988, 1997, 2001, 2002 og 2010, fimm á 30 árum. - En engin eldri. Þó hefur verið alllengi mælt á Seyðisfirði. Sömuleiðis var lengi mælt í Vopnafjarðarkauptúni og í Fagradal í Vopnafirði - kannski staðhættir á Skjaldþingsstöðum séu hagstæðari til desembermeta heldur en á hinum tveimur?
2. Hver er hæsti hiti sem mælst hefur í desember á hverri stöð um sig?
Stöðvarnar eru margar - og þeir sem forvitnir eru geta fundið sína stöð í allsherjarlista í viðhenginu - raðað er eftir hámarkshita - auðvelt að afrita í og raða að vild.
3. Hver er hæsti mánaðarmeðalhiti á landinu í desember?
röð | stöð | ár | mán | desmeðalt | nafn | |
1 | 36132 | 2002 | 12 | 5,96 | Steinar | |
2 | 6015 | 2002 | 12 | 5,94 | Vestmannaeyjabær | |
3 | 36127 | 2001 | 12 | 5,86 | Hvammur | |
4 | 6016 | 2002 | 12 | 5,73 | Vestmannaeyjar - hraun | |
5 | 1361 | 2002 | 12 | 5,69 | Grindavík | |
6 | 36127 | 2002 | 12 | 5,55 | Hvammur | |
7 | 1453 | 2002 | 12 | 5,54 | Garðskagaviti | |
8 | 815 | 2002 | 12 | 5,46 | Stórhöfði | |
9 | 815 | 1933 | 12 | 5,38 | Stórhöfði | |
10 | 798 | 1933 | 12 | 5,31 | Vík í Mýrdal |
Hér verður auðvitað að taka fram að annar aukastafur meðalhita einstaks mánaðar hefur nákvæmlega enga raunverulega merkingu - er aðeins hafður hér með til keppnisánægju. En tökum samt eftir því að efsta talan, 5,96 stig, ætti að hækka í 6,0 en sú næsthæsta, 5,94 stig, að lækka í 5,9 væri einsaukastafshefð beitt - og þannig yrði gert meira úr muninum en hann reiknast hér.
Talan frá Hvammi 2001 er inni á grunsamlega tímabilinu á þeim stað - og áður hefur verið nefnt í pistlum hér á hungurdiskum. Annars eru efstu tölurnar allar frá desember 2002 - nema þær tvær neðstu. Þar sýnir desember 1933 sig.
4. Hver er hlýjastur desembermánaða á hverri stöð fyrir sig?
Þessi listi er líka langur - og er í viðhengi fyrir forvitna. Raðað er eftir ártölum. Komi ártal aðeins einu sinni fyrir er líklegt að stöðin hafi starfað mjög stutt - mjög hlýir desembermánuðir skilja eftir sig spor á mörgum stöðum hver um sig. Stöðvum sem byrja að athuga eftir 2006 er hér sleppt.
Desember 1933 er sá hlýjasti á fjölmörgum stöðvum, en desember 2002 hirðir margar. Eftir það er það helst 2006 sem skilar metum.
Gríðarleg hrúga nýrra stöðvadægurhámarksmeta hefur skilað sér í núlíðandi desembermánuði - en ekki hefur verið mikið um mánaðarmet - og ekkert enn á stöðvum sem lengi hafa athugað. En ...
5. Hver er hæsti sólarhringsmeðalhiti í Reykjavík í desember?
röð | ár | mán | dagur | t |
1 | 1997 | 12 | 14 | 10,2 |
2 | 2001 | 12 | 10 | 9,6 |
3 | 1968 | 12 | 6 | 9,3 |
4 | 2009 | 12 | 13 | 9,3 |
5 | 1997 | 12 | 15 | 9,2 |
6 | 1943 | 12 | 13 | 9,1 |
6 | 1978 | 12 | 12 | 9,1 |
6 | 2009 | 12 | 11 | 9,1 |
9 | 2001 | 12 | 13 | 9,0 |
9 | 2009 | 12 | 12 | 9,0 |
Hér er enginn nýliðinna daga - hæstur þeirra er enn sá þriðji með meðalhitann 8,2 stig og er neðan við 20. sæti á listanum (ekki sýnt). Hlýjast var 14. desember 1997 - meðalhiti yfir 10 stig. Þrír dagar í röð 2009 eru á listanum - jú, hiti var ofan meðallags í þeim mánuði í heild - en ekki neitt sérstaklega. Þarna eru þrír mun eldri höfðingjar - 6. desember 1968, 12. desember 1978 og 13. desember 1943 - langelstur (og rétt meðaltal óvissara).
6. Hverjir eru hlýjustu desembermánuðir landsins alls (í byggð)?
röð | ár | mán | meðalhiti | |
1 | 1933 | 12 | 3,47 | |
2 | 2002 | 12 | 3,19 | |
3 | 1851 | 12 | 2,62 | |
4 | 1953 | 12 | 2,34 | |
5 | 1946 | 12 | 2,33 | |
6 | 1987 | 12 | 2,10 | |
7 | 2006 | 12 | 2,06 | |
8 | 1934 | 12 | 1,92 | |
9 | 1834 | 12 | 1,76 | |
10 | 1850 | 12 | 1,69 |
Hér nær desember 1933 toppsætinu - eigum við ekki bara að trúa því. Desember 1851? - Það er svosem ekkert að marka þá tölu - eða nákvæmnin er alla vega ekki sú sem taflan er að gefa til kynna. Hann var samt óvenjuhlýr í Stykkishólmi, Reykjavík og á Akureyri - og allgóðar mælingar eru til frá öllum þessum stöðum. Svo er 1953 ofarlega ásamt 1946 - þessir mánuðir eru þeir hlýjustu á sumum stöðvum. Eldri veðurnörd muna auðvitað eftir desember 1987 - 1850 var líka hlýr, en óvissa er mikil varðandi þann mánuð, og lítið vit í að hafa desember 1834 með á svona lista - en við gerum það samt, okkur til skemmtunar - og til að minna okkur á að það var eitthvað til sem við köllum hlýskeið 19. aldar (hafi einhver gleymt því). Annars var veturinn 1834 til 1835 frægur fyrir skelfilegheit - þó hlýindi hafi sýnt sig í desember. En látum fornsögur bíða betri tíma.
Fleiri spurningar?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 1
- Sl. sólarhring: 615
- Sl. viku: 1974
- Frá upphafi: 2451732
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1786
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.