Haustúrkoma í Reykjavík - línurit

Eins og fram kom í haustyfirliti Veðurstofunnar reyndist haustið (október- og nóvembermánuðir saman) það úrkomusamasta frá upphafi mælinga í Reykjavík. 

w-blogg021216a

Tími er á lárétta ás línuritsins, en úrkomumagn á þeim lóðrétta. Mælingar ná samfellt aftur til 1920, og einnig eru þær samfelldar á árunum 1885 til 1906. Eyða er á milli, en mælt var á Vífilsstöðum um nokkurra ára skeið. Haustið 1912 mældist úrkoma meiri á Vífilsstöðum en í Reykjavík nú (383 mm) - en ekki hefur verið farið í saumana á þeirri tölu - né giskað á úrkomu í Reykjavík á þeim tíma.

Haustúrkoman nú mældist 334,3 mm, næstmest var hún 1956, ómarktækt minni en nú, eða 332,6 mm. Úrkoma mældist einnig yfir 300 mm haustið 1958, og haustið 1931. Mikil úrkoma mældist einnig í fyrrahaust - en þó minni en nú. 

Græna línan sýnir 7-ára keðju. Hún virðist gefa til kynna að haust hafi allmennt verið úrkomusamari á árum áður (fyrir 1960) heldur en síðan (þar til nú nýlega). 

Revían fræga „Haustrigningar“ var sýnd 1925 - einmitt ofan í algengar haustrigningar þeirra ára. 

Þurrast var haustið 1960. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2394
  • Frá upphafi: 2434836

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2121
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband