Af stöðu veðurs það sem af er mánuði

Nú (að kvöldi 26. október) er mánuðurinn loks kominn í toppsæti á bæði hita- og úrkomulistum í Reykjavík - og toppar hitalista víðast hvar á landinu. Sólskinsstundafjöldinn er nærri botni.

Úrkomumet fyrir október í Reykjavík er orðin staðreynd - en hitinn getur auðvitað slaknað síðustu dagana - og met ekki í höfn. Hann stendur nú í 8,39 stigum - ómarktækt ofan við 1959 (8,33 stig) og 1915 (8,30 stig). Bæði síðastnefndu ártölin enduðu undir 8 stigum. Dagsmeðalhitasumman (við köllum hana punkta) er nú 218,1 punktar - sem þýðir að 7 stiga meðaltalið næst - detti einhverjir dagar ekki niður fyrir frostmarkið. - 30 punkta vantar upp á að 8 stig náist, hiti þarf að vera að meðaltali 6 stig eða meira til mánaðamóta - ekki líklegt - en rétt svo mögulegt samt.

Á Akureyri er meðalhitinn það sem af er 8,17 stig. Við getum ekki reiknað daglega summu þar lengra aftur en til 1936 og er þetta hæsta tala á því tímabili, ómarktækt ofan við 1946 (8,12 stig. Í Stykkishólmi er meðalhitinn það sem af er mánuði 8,51 - það langhæsta sömu daga þar frá upphafi októbermælinga 1846.

Eins og áður sagði er nýtt októbermet úrkomu í Reykjavík staðreynd - fáeinar aðrar stöðvar eru einnig nærri úrkomumetum. Á Akureyri er úrkoman hins vegar aðeins 10.7 mm í mánuðinum til þessa - en hefur þó verið minni nokkrum sinnum, allra minnst 1939, 0,7 mm.

Sólskinsstundir hafa nú mælst 29,8 í Reykjavík, hafa þrisvar mælst jafnfáar (1946, 1945 og 1962) og einu sinni færri 1969 (26,6) á Vífilsstöðum mældust stundirnar færri 1922 (gæti verið rangt) og í hlýindamánuðinum mikla 1915, 14,8 (líklega rétt).

Árið - það sem af er - hefur hnikast upp í 6. hlýjasta sæti á 68-ára Reykjavíkurlistanum (og stendur í 6,55 stigum), efst er 2003 sem var á sama tíma í 7,10 stigum. Til að komast í efsta sætið - og verða hlýjasta ár í Reykjavík frá upphafi mælinga þarf meðalhiti það sem lifir árs að verða 3,8 stig - slík ósköp hafa reyndar átt sér stað 4 sinnum í fortíðinni og þar með verður enn að teljast fræðilegur möguleiki á slíku - en harla ólíklegt er það samt. - meðaltal síðustu 10 ára er 1,5 stig. - Með því að halda því meðaltali endaði árið í 5,65 stigum - og yrði það þá meðal tíu hlýjustu ára allra tíma í Reykjavík.

Vindhraði í mánuðinum (á landsvísu) er í 9. sæti síðustu 19 ára - ekkert sérstakt þar á ferð. Staðbundið kann hann að liggja ofar á listum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Fróðleg samantekt, takk fyrir.

Már Elíson, 28.10.2016 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband