Merkileg hæð?

Vaxandi hæð yfir Skandinavíu vekur athygli. Á þriðjudaginn á þrýstingur í hæðarmiðju að fara upp í 1045 hPa. Það eru e.t.v. einhverjar ýkjur hjá spálíkönum en vekur samt athygli. 

w-blogg021016ia

Kortið sýnir spá bandarísku veðurstofunnar sem gildir kl.18 síðdegis á þriðjudag. Þýstingur í hæðarmiðju á þá að vera um 1046 hPa og 1044 hPa jafnþrýstilínan snertir Danmörku. Að sögn er hæsti októberþrýstingur sem mælst hefur þar 1044,7 hPa og ef þessi spá er rétt er höggvið nokkuð nærri því meti, það er hins vegar orðið gamalt, frá 1877. 

Þrýstingur hefur ekki oft farið yfir 1040 hPa hér á landi í október, snerti 1040,0 hPa árið 2003, en síðan þarf að fara aftur til 1972 til að finna hærra dæmi, 1041,5 hPa sem mældust þá á Kirkjubæjarklaustri. Októbermetið er hins vegar aðeins á reiki, hæsta talan sem vitaði er um er 1045,0 sem mældust á Ísafirði þann 26. árið 1919 - en grunur leikur á að hún sé sjónarmun of há. Næsthæst eru svo 1044,5 hPa á Akureyri þann 20. árið 1895. 

Mikil hlýindi fylgja hæðinni yfir Skandinavíu enda er þar líka mikil hæð í háloftum.

w-blogg021016ib

Hér er hún með augum evrópureiknimiðstöðvarinnar - öflugust á föstudaginn (sé rétt spáð) og 5890 metrar í miðju - það er harla óvenjulegt í október og meira en nokkurn tíma hefur mælst yfir Keflavík í þeim mánuði. Hæsta talan þar er 5820 metrar (frá 1972). Þetta er líka hærri tala en sést hefur nærri landinu í október í endurgreiningum, metið þar er 5860 metrar (frá 1945).

Eins og þeir sem vanir eru að fylgjast með háloftakortum sjá líka eru hlýindin óvenjuleg (þó vantar meira upp á met þar en í þrýstingi og (þyngdarmættis-)hæð). Guli liturinn táknar sumarþykkt (meiri en 5460 metra) og nær hann langt norður í höf. Á gulbrúna svæðinu er þykktinni spáð meiri en 5520 metrum - harla gott í október. 

Þó sá grunur læðist að að líkönin séu aðeins að bæta í það sem svo raunverulega verður (þau hafa oft tilhneigingu til þess) er ljóst að þrýstinörd (já, þau eru líka til - en færri en þau sem helst lifna af hita- og úrkomuöfgum) munu fylgjast spennt með þróuninni næstu daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 437
  • Sl. sólarhring: 528
  • Sl. viku: 4192
  • Frá upphafi: 2429614

Annað

  • Innlit í dag: 277
  • Innlit sl. viku: 3556
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband