6.8.2016 | 01:58
Sumareinkunn hungurdiska - staðan í Reykjavík
Undanfarin ár hefur ritstjóri hungurdiska gefið sumarveðri í Reykjavík og á Akureyri einkunn - finna má reglurnar í eldri pistlum. Þó má rifja upp hér að einkunnargjöfin nær til mánaðanna þriggja, júní, júlí og ágúst. Hver mánuður getur mest fengið 16 stig og fullt hús fyrir sumarið í heild er því 48 stig.
Ekkert sumar á samanburðartímabilinu (frá 1923) hefur náð þeirri tölu, sumarið 2009 skoraði hæst með 41 stig, en lægst er 1983 með aðeins eitt stig. Meðaltal sumranna 1961-1990 er 20 stig, en verulega gott getur sumar vart talist nema að það fái yfir 30 stig samtals.
Sumarið 2016 er þegar komið í 20 stig - búið að ná meðalsumri 1961 til 1990 - þótt ekkert stig bættist við í ágúst. - En mánuðirnir tveir, júní og júlí voru misgæfir, júní gaf aðeins 6 stig, en júlí hins vegar 14, vantaði aðeins 2 stig upp á fullt hús.
Til að fá fullt hús (16 stig) þyrftu ágústtölurnar að verða sem hér segir: Mánaðarmeðalhiti 11,3 stig eða meira, úrkoma minni en 38 mm, úrkomudagar (meir en 1 mm) færri en 9 og sólskinsstundir fleiri en 200.
Til að ágúst endaði án stiga þyrftu tölurnar að verða svona: Meðalhiti lægri en 10,0 stig, úrkoma meiri en 85 mm, úrkomudagar fleiri en 15 og sólskinsstundir færri en 120.
Eftir 5 fyrstu dagana er meðalhitinn 10,7 stig - haldist slíkt til mánaðamóta - miðað við meðaltal myndi ágúst sennilega fá 1 stig fyrir hita, úrkoman það sem af er er aðeins 2 mm (en það er undrafljótt að breytast), úrkomudagur (>1 mm) aðeins 1 og sólskinsstundir eru þegar orðnar 50 - ef slíkt héldi áfram stefndi í 4 stig.
En það er raunar ómögulegt að spá fyrir um lokatölu ágústmánaðar á þessu stigi - við getum þó látið okkur dreyma um toppeinkunn þar til úrkoman fer yfir 38 mm og úrkomudagarnir verða orðnir 9 - við vitum að við lendum ekki á botni þegar sólskinsstundafjöldinn fer yfir 120 - en ekki fyrr.
En júlí var góður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 935
- Sl. sólarhring: 1120
- Sl. viku: 3325
- Frá upphafi: 2426357
Annað
- Innlit í dag: 832
- Innlit sl. viku: 2988
- Gestir í dag: 813
- IP-tölur í dag: 749
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.