Hringlandi í spám

Þónokkur hringlandi er í spám reiknimiðstöðva þessa dagana. Þær eru þó sammála um að veður heldist meinlaust eða meinlítið - og að fremur hlýtt verði í veðri. Það sem gengur illa er að ná tökum á leiðum lægða tíl austurs í námunda við landið - og þar með úrkomu. Þær eiga ýmist að fara yfir það á einhvern hátt eða alveg fyrir sunnan. Syðri brautir halda úrkomu að mestu frá landinu.

Í gær (föstudag 15. júlí) var evrópureiknimiðstöðin með lægð fyrir vestan land - og rigningu (að vísu ekki mikla) um allt sunnan- og vestanvert landið á miðvikudaginn kemur, í dag er þessi sama lægð talsvert fyrir sunnan land - og úrkoma af hennar völdum lítil sem engin hér á landi. - Bandaríska veðurstofan er í dag með þessa sömu lægð á svipuðum slóðum og reiknimiðstöðin var í gær.

Reiknimiðstöðin spáir sáralítilli úrkomu suðvestanlands næstu tíu daga, en bandaríska veðurstofan vefiar 23 mm á sama tíma (sem að vísu er ekki mjög mikið). 

Lítum á kort sem sýnir spár reiknimiðstöðvarinnar í gær og dag - og muninn á þeim.

w-blogg160716a

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting kl.6 að morgni miðvikudags (20.júlí), strikalínurnar hins vegar spá frá í gær - og á við sama tíma. Litirnir sýna mismuninn. Hvíta L-ið sýnir staðsetingu lægðarinnar í gær - en það svarta stöðu lægðarinnar í spá dagsins í dag. 

Litirnir sýna mun á spánum. Þrýstingur í nýrri spánni er mun hærri við Vesturland en í þeirri fyrri - meir en 10 hPa hærri. 

Þetta gæti hafa snúist alveg við þegar hádegisspárunan sýnir sig undir kvöld - þessi hringlandi hefur nú verið viðloðandi um nokkra hríð og veldur því að hóflegt mark er tekið á spám þessa dagana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu þakkir fyrir hringlandann Trausti. Júlímánuður 2016 ætlar sannarlega að verða svalur á Íslandi. Meðfylgjandi er krækja á 18. - 26. júlí frá unisys. Blái liturinn er allsráðandi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2016 kl. 20:21

2 identicon

Fyrirgefðu Trausti, en krækjan er hérna: http://weather.unisys.com/gfs/gfs.php?inv=0&plot=850&region=eu&t=9p

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.7.2016 kl. 23:14

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Meðalhiti í 850 hPa fletinum yfir Íslandi í júlí er á bilinu 3 til 4 stig. Á þessum kortum (og spárunu) sem vísað er í fer hitinn á tímabilinu nærri því aldrei niður fyrir það - er sum sé ýmist í meðallagi eða yfir því - aðeins kaldari síðustu tvo dagana að vísu - en hvar er þá kuldinn? - Nýja spáin úr sömu spálind (sem er 6 klst yngri) er svo enn hlýrri - hiti þessa tíu daga fer varla niður fyrir 5 stig - ef trúa má henni (?).

Trausti Jónsson, 16.7.2016 kl. 23:51

4 identicon

Þakkir fyrir góða athugasemd Trausti, en ég er ekki að tala um að júlímánuður 2016 ætli að verða kaldur, heldur svalur, þ.e. nokkuð kaldur. Á því er munur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.7.2016 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband