14.7.2016 | 00:46
Smávegis (fljótfærnislegt) um þurrka
Talsvert er nú rætt um þurrka - sérstaklega á Suðausturlandi. Lítum á málið á fáeinum myndum. - Ritstjórinn ákvað að nota tímabilið 1971 til 2000 til viðmiðunar - það er hans uppáhaldstímabil í slíkum reikningum. Ástæðan er sú að þá eru úrkomumælingar hvað þéttastar á landinu - og meðaltöl eru til fyrir fleiri stöðvar en fyrr og síðar.
Mánaðarúrkomu hverrar stöðvar er varpað yfir í hlutfall af ársmeðalúrkomu þessa tímabils. Með því fæst beinn samanburður á milli stöðva - alveg sama hvort meðalúrkoma þeirra er mikil eða lítil. - Þetta er auðvelt að gera fyrir einstakar stöðvar, fyrir landshluta eða fyrir landið allt.
Meðalhlutur hvers mánaðar í ársúrkomunni ætti að vera rúm 8 prósent - í raunveruleikanum er hlutur vormánaðanna nokkru lægri en þetta - en haustmánaðanna hærri. Þurr tímabil eru líklegri á vorin og snemmsumars heldur en að hausti og vetri.
Fyrsta myndin sýnir þriggja mánaða summur mánaðahlutfallstalna á árunum 2010 til 2016.
Lárétti kvarðinn sýnir ár - merkingin er sett við júnímánuð hvers árs. Lóðrétti kvarðinn sýnir hins vegar þriggja mánaða summur hlutfallstalna. Að öðru jöfnu búumst við við því að summan sú sé í kringum 25 (fjórðungur úrkomunnar fellur á fjórðungi ársins).
Á myndinni eru fjórir ferlar. Sá blái sýnir meðalhlutfallstölu úrkomu allra stöðva á Suðurlandi - allt frá Breiðdal í austri og vestur á Reykjanes. - Rauði ferillinn sýnir hlutfallstölu mönnuðu stöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri (hann endar í apríl 2013 - en þá var hætt að mæla á stöðinni). Græni ferillinn sýnir hlutfallstölu stöðvarinnar í Snæbýli, en sá bleiki tölu sjálfvirku stöðvarinnar á Klaustri.
Í öllum aðalatriðum fylgjast ferlarnir nokkuð vel að - vot og þurr tímabil eru þau sömu og meira að segja sýna ferlarnir svipuð hlutföll. Þetta bendir til þess að úrkoma fylgist nokkuð vel að á öllu Suðurlandi þegar þriggjamánaða úrkoma er lögð saman og borin saman við meðaltöl.
Við hljótum þó að taka eftir því að talsverðu munar á ferlum stöðvanna á Klaustri - sem báðir miða reyndar við meðaltal mönnuðu stöðvarinnar á árunum 1971 til 2000. Sú spurning vaknar hvort mannaða stöðin hafi verið komin úr takt við sjálfa sig síðustu árin sem hún var í rekstri - eða þá að eitthvað vanti upp á mælingar sjálfvirku stöðvarinnar.
Það er skoðun ritstjóra hungurdiska (aðeins skoðun - vel að merkja) að mælingar á mönnuðu stöðinni hafi í raun og veru verið farnar að raskast síðustu ár hennar - miðað við fyrri tíð vegna trjágróðurs og minnkandi vinds við mælinn. Rauði ferillinn sé því of hár þessi síðustu ár. Takið eftir því að hefði trjágróður alla tíð verið með sama hætti á stöðinni eru líkur til að rauði ferillinn hefði legið neðar. - Hér er möguleg ósamfella í úrkomumælingum.
Ferlar Snæbýlis og sjálfvirka mælisins á Klaustri (sem miðar við minni trjágróður fyrri tíma - og er ekki inni í trjálundi) fylgjast betur að (sjálfvirku mælingarnar byrjuðu 2011). - En samt er ritstjórinn á þeirri skoðun að hann mæli aðeins of lítið miðað við mönnuðu stöðina - og þyrfti því sitt eigið viðmiðunarmeðaltal.
En - úrkomuhlutfallssumma bæði á Snæbýli og sjálfvirka-Klaustri er nú komin niður í 7 prósent af ársúrkomu og er það óvenjulegt - þetta er reyndar þurrasti tími ársins eins og áður sagði. Þó er ámóta lága tölu að finna á sama tíma árið 2012 - ekki þó alveg jafnlága. Eins er það eftirtektarvert að topparnir á fyrri hluta myndarinnar eru miklu myndarlegri heldur en síðari hluta tímabilsins.
Við skulum líka líta á 6-mánaða summurnar - ætti að vera um 50 prósent ársúrkomunnar.
Þetta er ekki ósvipuð mynd - við sjáum hér enn betur að mannaða stöðin á Klaustri hefur verið komin eitthvað fram úr sér síðustu árin sem hún var starfrækt. - Snæbýli og sjálfvirka stöðin fylgjast hins vegar vel að og sömuleiðis er lengst af ágætt samræmi milli þeirra og Suðurlandsferilsins bláa - sem endar reyndar við síðustu áramót. Vonandi verður hægt að uppfæra hann síðar í sumar. Sexmánaðaþurrkurinn á Klaustri og í Snæbýli er nú rétt búinn að toppa 6-mánaða þurrkinn 2012 - sem reyndar var mestur á tímabilinu apríl til september eins og sjá má á myndinni.
Það er freistandi að líta á lengra tímabil - og skulum við rétt gera það.
Hér tökum við með Suðurland (grár ferill) og Klaustur (rautt og bleikt) aftur til 1950. - Það er sárasjaldan sem 6-mánaða úrkoma hefur verið minni en nú á Klaustri. - Með því að rýna í myndina má sjá að hlutfallstölur Klausturs og Suðurlands fylgjast almennt mjög vel að - en þó hefur sjálfvirka stöðin frekar tilhneigingu til að hanga neðan í Suðurlandsröðinni - sem aftur bendir til þess að hún þurfi sína eigin viðmiðun - það er því ekki fullvíst að summa síðustu 6 mánaða - sem er sú lægsta á allri myndinni sé í raun og veru lægst - það eru ámóta þurrkar bæði 1977 og svo um miðjan 7. áratuginn.
Ekki verður hér skorið úr um það - en auðvitað ætti að líta betur á málið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 989
- Sl. sólarhring: 1100
- Sl. viku: 3379
- Frá upphafi: 2426411
Annað
- Innlit í dag: 882
- Innlit sl. viku: 3038
- Gestir í dag: 862
- IP-tölur í dag: 796
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Fróðlegt væri að fá svipaðar upplýsingar um höfuðborgarsvæðið en þar er jú einnig búið að vera mjög þurrt síðan í byrjun apríl - og fá frekar úrkomutölur heldur en prósentur (miðaðar við ársúrkomu).
Þá væri einnig gaman að fá að sjá hitatölur það sem af er mánuðinum - og spurning hvort þetta sé ekki metmánuður af honum hálfnuðum hér á suðvesturhorniu.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.