Furðudjúp lægð (langt suður í hafi)

Venjulega er ekki mikið af djúpum og kröppum lægðum á leið um Atlantshaf í júlí. Kemur fyrir að vísu - en vekur samt alltaf athygli veðurnörda. Núna er ein slík langt suður í hafi - bæði djúp og furðukröpp - er þó ekki af fellibyljaætt.

Evrópureiknimiðstöðin segir hana verða svona kl.6 fimmtudagsmorguninn 7. júlí.

w-blogg070716b

Fárviðri er sunnan- og suðvestanvið lægðarmiðjuna - ábyggilega martröð fyrir siglingamenn að lenda í svona nánast upp úr þurru í júlímánuði - en þeir eru vonandi ekki margir á þessum slóðum. 

Lægðin fer hratt til norðausturs í átt til norðanverðra Bretlandseyja og ýtir heldur undir kulda og trekk hér á landi um helgina - án þess þó beinlínis að koma við sögu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 806
  • Frá upphafi: 2491934

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband