6.7.2016 | 02:14
Kuldi í lofti
Máttur sólarinnar er mikill - en - þrátt fyrir að víða um landið sunnan- og vestanvert mælist nú hæsti hiti það sem af er ári og veðurblíða stingi sér víða niður er ekki allt sem sýnist. Frekar kalt er í lofti - nætur kaldar - og jafnvel hætta á næturfrosti á stöku stað í bjartviðri og hægum vindi.
Næturfrosthætta líður að vísu hjá um leið og eitthvað þykknar í lofti og vind hreyfir - en þá afhjúpast líka kuldinn í sólarleysi og gjósti. - Flestir vilja víst heldur sólina og hægviðrið - þótt það kosti kaldar næstur.
Kalda loftið sem hefur undanfarna daga læðst frá norðurslóðum ríkir næstu daga á mjög stóru svæði eins og sjá má á kortinu hér að neðan.
Myndin sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina næstu tíu daga - en mest ber þó á lituðum þykktarvikunum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og þykktarvikin sýna því hversu mikið hitinn víkur frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Talan milli Vestfjarða og Grænlands er -60 metrar, sem þýðir að búist er við því að hiti verði að meðaltali um -3 stigum undir meðallagi á þeim slóðum næstu tíu daga - og það er mikið á þessum tíma árs.
En við verðum að sjálfsögðu að hafa í huga að hér er um tíu daga meðalkort að ræða - ekki verður sami kuldi allan tímann - þykktin á að ná lágmarki sínu um helgina - þá verða vonandi einhver vindur og ský til að forða miklum næturkulda.
Það ber líka til tíðinda að langt suður í hafi er í uppsiglingu sérlega djúp lægð - miðað við árstíma - hafi reiknimiðstöðin rétt fyrir sér (sem ekki er víst) - ameríska spáin er ekki nærri því jafnkrassandi. Lægðin kemur ekki mikið við sögu hér á landi - en bætir í norðaustanáttina um helgina.
Annars er auðvitað best að vera bara grunlaus um kulda af þessu tagi - meðan sólin skín í heiði og lognið umvefur land og sæ verða fáir varir við hann - nema auðvitað veðurnördin - og margir lesendur þessa pistils klóra sér bara í höfðinu yfir masi ritstjóra hungurdiska - og láir þeim það enginn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 183
- Sl. sólarhring: 215
- Sl. viku: 2104
- Frá upphafi: 2412768
Annað
- Innlit í dag: 173
- Innlit sl. viku: 1847
- Gestir í dag: 158
- IP-tölur í dag: 152
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Bestu þakkir fyrir að kannast við kuldann Trausti. Júlímánuður verður sannarlega svalur - eins gott að fara að búa sig undir sumarhretin.
Meðfylgjandi er krækja á yfirlit Unisys Weather yfir 8 - 16 júlí 2016, Evrópa & Ísland:
http://weather.unisys.com/gfs/gfs.php?inv=0&plot=850®ion=eu&t=9p
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 13:55
Það er óhætt að taka undir þessi orð Hilmars. Spá Veðurstofu Íslands er á sömu nótum eins og hér má sjá:
Á laugardag:
Norðaustlæg átt, 10-13 m/s á Vestfjörðum, en annars hægari og rigning víða um land. Hiti 8 til 13 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 8-13 m/s og votviðri víða um land. Fremur milt veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæg norðlæg átt og skúrir eða dálítið rigning. Áfram milt veður.
Spá gerð: 07.07.2016 09:42. Gildir til: 14.07.2016 12:00.
Birnuson, 7.7.2016 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.