Smávegis af júní 2016

Þó þurrt hafi verið víðast hvar á landinu langt fram eftir júnímánuði endar úrkoman samt í meðallagi áranna 1961-1990 - og vel yfir meðallagi síðustu tíu ára um nær allt land. Á einstöku stað norðaustan- og austanlands er þurrkurinn þó ekki búinn. -

Mánuðurinn er auk þess einn af hlýjustu júnímánuðum mælitímans - ekki alveg á toppnum að vísu - en nálægt - nema við suðurströndina. Þetta stendur nokkuð glöggt - uppi í Hreppum virðist hann ætla að lenda í 6. sæti (frá 1880), en á Eyrarbakka í kringum 20. sæti (frá sama tíma) - og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum ekki nema í kringum 50. sæti (mjög litlu munar þó á sætum). - Í Reykjavík lendir hann nærri 7. sæti og á Akureyri í því 4. eða 5. Stykkishólmur á enn möguleika á 3. sætinu - en gæti hrapað niður í 5. verði síðasti dagur mánaðarins kaldur.

En yfirlit Veðurstofunnar greinir frá endanlegum tölum - vonandi sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf skemmtileg þessi tölfræði ef öll meðalúrkoma hefði fallið 1.maí en væri þurrt allan mánuðinn þar á eftir kæmi það gróðri ekki vel það sem bjargaði gróðri í maí var að hann var nokkuð hlýr og það kom raki(dögg) á nóttunni þó litill væri. munaði um það. síðan kom góðviðrið uppúr 20.maí sem var dásamlegt en tölfræðin er skrítin fræði sem seigir lítið í raun.  vorum með mikla tölfræði í fjármálaheiminum hvernig gat hann hrunið með alla þessa tölfræði. en tölfræðin hefur mikið skemmtanagildi fyrir mér annað ekki. eflaust seigir mönum hvað þarf lítið til að skemmta mér

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 17:54

2 identicon

kjáninn ég auðvitað átti þettað að vera 1.júní hvernig skildi þettað líta út í töljrðini

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 17:59

3 identicon

 Nógu sumarkalt á Stórhöfða að meðaltali þó ekki sé kaldast þar allra veðurstöðva á landinu eins og í júní s.l. Það er heppilegt að búið er að leggja staðinn í eyði. Vestmannaeyjabær var svo 3. kaldasta stöðin eftir meðaltali síðustu 10 ára.Þar hafast þó nokkrir við ennþá.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 11:11

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er gott að skemmta sér yfir tölum Kristinn. - Óskar, mér finnst hafa verið grunsamlega kalt á Stórhöfða upp á síðkastið miðað við Vestmannaeyjabæ (svosem eins og 0,2 til 0,3 stig). Mælirinn var tekinn úr skýlinu í fyrra og settur í hólk. En ég þori ekki annað en að rannsaka málið betur - haldi þetta áfram svona.

Trausti Jónsson, 1.7.2016 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg230325a
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 1340
  • Frá upphafi: 2455666

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1200
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband