Mildari svipur á norðurslóðum en í fyrra

Talsvert mildari svipur er nú á norðurslóðum heldur en var í fyrra - og reyndar alveg síðan á sama tíma árið 2012. Við skulum til gamans líta á tvö háloftakort - annað frá því nú og hitt sama dag 2015. Kortin eru úr greiningu bandarísku veðurstofunnar.

w-blogg180516a

Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins - en litir þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Það er býsna kalt við Ísland - ekki hættulega samt - og enn kaldara er fyrir norðaustan land þar sem þykktin er minni en 5160 metrar á nokkuð stóru svæði. - En við sjáum að jafnþykktar- og jafnhæðarlínur eru ekki mjög misgengar þannig að þetta versnar líklega ekki - en nokkuð langt er í hlýtt loft.

Þótt blái liturinn sé auðvitað áberandi á norðurslóðum eins og vera ber - er ekki tiltakanlega kalt yfir Íshafinu og í námunda við norðurskautið. Það sjáum við best af samanburði við stöðuna sama dag í fyrra.

w-blogg180516b

Þá var miklu kaldara á þessum slóðum og lægsta þykkt norðurhvels minni en 4980 metrar, að minnsta kosti 140 metrum, eða 7 stigum lægri en lægst er nú. Auk þess var almennt afl í kerfinu í fyrra miklu meira.

Einnig var kalt - þó ekki alveg eins og í fyrra bæði 2013 og 2014, en árið 2012 aftur á móti e.t.v. svipað og nú - það er að segja á norðurslóðum. Mesta frost sem mælst hefur hér á landi 17. maí mældist einmitt 2012, -16,6 stig (á Brúarjökli). Þannig hagaði til 2012 að býsna öflugur kuldapollur hafði sloppið út úr Íshafinu - og til okkar - og kuldinn þar hafði ekki byggst upp aftur. Þeir sem vilja rifja það upp geta gripið til gamalla hungurdiskapistla - þar með þess frá 15. maí 2012.

Við gerum auðvitað ekkert úr þessu - hér eru aðeins svipmyndir af einum degi í nokkur ár - segja einar og sér ekkert um framhald vors og sumars. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 930
  • Sl. sólarhring: 1119
  • Sl. viku: 3320
  • Frá upphafi: 2426352

Annað

  • Innlit í dag: 828
  • Innlit sl. viku: 2984
  • Gestir í dag: 809
  • IP-tölur í dag: 745

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband