Af hita íslenska vetrarins 2015 til 2016

Gamla íslenska tímatalið skiptir árinu í tvennt, sumar og vetur. Nú er veturinn 2015 til 2016 liðinn og til skemmtunar lítum við á meðalhita í samanburði við bræður hans - allt aftur til 1950. 

Fyrri myndin sýnir meðalhita í Reykjavík alla vetur þessa tímabils. 

w-blogg210416a

Við sjáum að útkoman er frekar hlý - sé miðað við tímabilið allt og hefði talist óvenjuhlý á tímabilinu 1965 til 2002. Hlýindin miklu sem hófust hér á landi nærri aldamótum standa greinilega enn. Það er raunar ekki nema einn vetur síðari ára (2002 til 2003) sem var miklu hlýrri en sá nýliðni. Veturinn í fyrra var svipaður og nú - og sömuleiðis 2011, 2008 og 2007. 

Meðalhiti vetrarins í Reykjavík var +1,3 stig (sama og 2008), en -0,7 á Akureyri (kaldastur frá 1999 - þá var töluvert kaldara þar en nú). 

Næsta mynd sýnir samanburð einstakra vetrarmánaða - annars vegar miðað við tímabilið 1961 til 1990 - en hins vegar 2006 til 2015. 

w-blogg210416b

Ýlir og þorri voru nú kaldari en bæði meðaltölin, góa og einmánuður hlýrri en þau bæði, en mörsugur var kaldari en að jafnaði síðasta áratug en aftur á móti hlýrri en tíðkaðist á kalda tímabilinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má nú orða þetta á annan hátt, eins og t.d. svona:
Nýliðinn vetur er sá 12. kaldasti á 22 ára tímabili. Frá aldamótum hafa níu vetur verið hlýrri en sjö kaldari.
Þetta sést ágætlega á fyrsta grafinu, þ.e. að nýliðinn vetur er með þeim köldustu síðan hitabombuárið 2003.
Og kúrfan er farin að vísa niður á við, eða allt frá árinu 2011.
Því má allt eins segja að hlýskeiðinu hafi lokið þá og að það hafi aðeins staðið í um átta ár (2003-2010). 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.4.2016 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 2316
  • Frá upphafi: 2413980

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 2131
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband