30.1.2016 | 00:02
Hæðin litla (en lúmska)
Fyrsta kort dagsins sýnir stöðuna á norðurhveli - veturinn auðvitað nærri hámarki. Samt er ekkert ofboðslega kalt á norðurslóðum. Kuldapollar ekki sérstaklega kaldir á sínum heimaslóðum - en útbreiðslan er drjúg. Fyrirstöðuhæð hefur nú um nokkuð langa hríð verið viðvarandi yfir Norðuríshafi. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en þykktin sýnd í lit. Kortið gildir síðdegis á sunnudag, 31. janúar.
Rauða örin bendir á hæðina. Ekki er hún öflug - en öflugar bylgjur að sunnan hafa hvað eftir annað náð að rétta hana af - enn ein til viðbótar er á kortinu á norðurleið yfir Alaska - og hæðin lifir áfram. Frá henni liggur hæðarhryggur í átt til Íslands - ekki heldur öflugur - en þó nægilega til þess að þvælast fyrir allri hlýindaaðsókn til landsins. - Lægðabylgjan sunnan við Grænland gengur beint í austur - kannski hlánar lítillega af hennar völdum á mánudag - en enginn bloti þó.
Stóri, kanadíski kuldapollurinn - sem við venjulega köllum Stóra-Bola er mjög víðáttumikill, en flatur. Hann eyddi töluverðu köldu lofti í að búa til illviðrið sem er, þegar þetta er skrifað (á föstudagskvöldi), nýgengið yfir Bretland (Gertrude heitir það þar) og rífur í norðmenn (Tor heitir það þar). Lausafregnir herma að 10-mínútna vindhraði í Tor hafi náð tæpum 50 m/s og hviður 62 m/s þar sem mest var þar í landi - og jafnframt að norskt landsvindhraðamet hafi verið slegið (reyndar fuku mælar þar í nýjársdagsillviðrinu mikla 1992 - en almennt er um það veður talað sem hið versta í Noregi). Vonandi verður tjónið ekki eins mikið að þessu sinni.
En lægðin sem hér á kortinu er suður af Grænlandi er líka illúðleg gagnvart bretum og norðmönnum - og trúlega norðursjávarströndum öllum.
Hinn aðalkuldapollur norðurhvels - Síberíublesi er nú sem stendur öflugri en bróðirinn - en lét samt á sjá eftir frækna metútrás suður um alla Austur-Asíu á dögunum. Vestur í Ameríku er mikið og flatt kuldasvæði á leið suður um vestanverð Bandaríkin - ekki svo óskaplega kalt reyndar - en samt gæti hin suðlæga útbreiðsla valdið áhyggjum í innsveitum Kaliforníu á aðfaranótt mánudags. Stóri-Boli mun svo aftur styrkjast að afli í næstu viku og amerískir tvítarar slefa nú þegar - en við látum sem ekkert sé - í bili að minnsta kosti.
Einnig má ekki hjá líða að benda á lítinn kuldapoll yfir Sahara - við jaðar textakassans neðst á kortinu. Skyldi gera dembur - eða er sólin enn of máttlaus? En það snjóar sjálfsagt í fjöll á þessum slóðum.
En við verðum áfram í kalda loftinu - það sýnir þykktarvikakort evrópureiknimiðstöðvarinnar næstu tíu daga mjög greinilega.
Ísland er hér langkaldast að tiltölu á öllu svæðinu sem kortið sýnir. Hér er þykktin meir en -100 metra undir meðallagi. Það samsvarar -5 stiga hitaviki, ekkert ofboð í febrúarbyrjun, en alveg nóg samt. Af jafnhæðarlínunum (heildregnar) má sjá að norðanvindur er ríkjandi í miðju veðrahvolfi þessa tíu daga - en vestanröstin (þéttar jafnhæðarlínur) æðir austur um haf langt fyrir sunnan land.
En auðvitað verða einstakir dagar þessa tímabils eitthvað - eða talsvert - öðruvísi - og spáin þar að auki e.t.v. röng.
Óvenjumikið fjör er í heiðhvolfinu þessa dagana - meira að segja miðað við árstíma. Skammdegishringurinn mikli sveiflast til og frá í miklum gassagangi - sumar spár segja að hann muni brotna í tvennt þegar kemur fram í febrúar í kjölfar mikils niðurstreymis sem nefnt er skyndihlýnun og sumar spár segja yfirvofandi strax í næstu viku.
Kortið sýnir stöðuna á sunnudagskvöld. Hringurinn er eins og sjá má mjög teygður - en hann hefur hingað til í vetur þolað teygjurnar - og hæðin er líka orðin býsna öflug. Kuldinn yfir Bretlandseyjum sprengir kvarðann (hvítur blettur). Hvíti bletturinn (meir en -90 stiga frost) hefur verið með allraalgengasta móti upp á síðkastið. - Og bretar hafa fengið að sjá glitský - kannski að þau haldi áfram að sjást þar um helgina?
Stundum sjást þau inni í hringnum sjálfum - þar sem vindur er hægur - en það er óalgengt (sennilega eru þau þar en bara mjög þunn) - en langoftast á jöðrunum í bylgjum þar sem vindur er samstefna í veðra- og heiðhvolfi - og helst niður undir jörð líka. Við skík skilyrði verða þau mun þykkari og efnismeiri en annars. Þótt aðeins hafi sést til glitskýja hér á landi í vetur - og oft verið nægilega kalt í háloftum til að þau geti myndast - hafa vindaskilyrði sjaldan verið fyrir hendi.
En æsingur er líka á suðurhveli jarðar - í dag í Ástralíu. Við skulum líta á háloftakort bandarísku veðurstofunnar sem sýnir stöðuna þar í dag (föstudag). Þar er auðvitað hásumar.
Hér má sjá öflugan kuldapoll á leið austsuðaustur yfir Suður-Ástralíu. Norðanáttin á austurvæng hans (allt öfugt á suðurhveli - munum það) beinir mjög hlýju lofti til suðurs og gengur það nærri kjarna kuldapollsins og veldur gríðarlegum regndembum - sérlega kalt er hins vegar á vesturkanti pollsins. Við norðvesturströndina er hitabeltisstormur á leið inn á land og spáð er gríðardembum inni í eyðimörk Vestur-Ástralíu um helgina (ekki veit ritstjóri hungurdiska hvort slíkar spár eru trúlegar - enda reynslulaus í suðurhvels- og hitabeltistúlkun tölvuspáa - þekkir ekki veikindi þeirra - og biður forláts).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 42
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 1963
- Frá upphafi: 2412627
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 1716
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.