Hlýjasta loftið hörfar (að minnsta kosti í bili)

Óvenjuhlýtt hefur verið á landinu síðustu daga. Á landsvísu hafa þeir verið hinir hlýjustu á árinu og fyrir nokkrum dögum mældist hæsti hiti ársins til þessa (24,1 stig) á Seyðisfirði. Það er óvenjulegt að septembermánuður eigi alla þrjá hlýjustu daga ársins eins og nú, gerðist þó bæði 1956 og 1958. 

En nú kólnar heldur og ríkjandi áttir snúast úr suðri og suðvestri yfir í suðaustur og austur. Kortið hér að neðan sýnir stöðuna síðdegis á laugardag að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar. 

w-blogg110915a

Ekki er langt í hlýja loftið fyrir austan land og gæti því slegið niður norðaustanlands hluta dags - en landið er annars í öllu svalara lofti - sem samt getur varla talist kalt. 

Meðan hlýja loftið sleikir landið austanvert má búast við töluverðri rigningu áveðurs á þeim slóðum og fleiri regnsvæði munu vera á dagskrá síðar því háloftavindar haldast suðaustlægir. 

Háþrýstisvæðið yfir Skandinavíu er bæði óvenjuöflugt og óvenjuhlýtt og virðist auk þess ekkert á förum. Reiknimiðstöðvar eru gefandi í skyn að hlýindi þess hafi ekki alveg yfirgefið okkur fyrir fullt og allt - og að fleiri hlýir dagar kunni að leynast handan helgarinnar og þá ekki aðeins um landið norðaustanvert. En það er allt sýnd veiði en ekki gefin - það er stöðugt verið að lofa (nú eða hóta) einhverju - en við reynum að halda sönsum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 238
  • Sl. sólarhring: 393
  • Sl. viku: 3331
  • Frá upphafi: 2431215

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 2641
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband