21.8.2015 | 02:24
Margt þarf að ganga upp
Nú er meira hlýindahljóð í reiknimiðstöðvum heldur en verið hefur lengst af í sumar. Ekki eru þær samt á einu máli - og margt þarf að ganga upp til af hlýrra veðri verði.
Við lítum fyrst á stöðuna síðdegis á laugardag - um aðalatriði hennar er samkomulag (aldrei eru allir sammála um smáatriði).
Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum. Víðáttumikil lægð er að grynnast skammt fyrir suðvestan land og yfir landinu. Henni fylgir skúraveður eða nokkuð samfelld rigning víða - eins og títt er í svölu lofti. Svalloftið teygir sig talsvert suður í haf (blá ör) - til móts við nokkuð krappa lægð sem er á leið til austurs í átt til Bretlands (fjólublá ör). Yfir Norðursjó er hins vegar mjög hlýtt loft (rauð ör bendir á það). Það er þetta hlýja loft sem kemst að minnsta kosti áleiðis til landsins eftir helgi.
Til þess að það komist alla leið þarf kuldinn að hörfa hóflega til suðurs og lægðin nýja að hitta í að þrýsta á framsókn hlýja loftsins - ef hún grípur það ekki fara hlýindin til norðurs og síðan norðaustur um Norður-Noreg. Ef hún er hins vegar of ágeng grípur hún kalda loftið vestan við sig líka - og snýr því í kringum sig - og þá um síðir til okkar - þannig að hlýja loftið færi rétt hjá Austurlandi - en kæmist ekki hingað heldur.
Spár eru nú (á fimmtudagskvöldi 20. ágúst) sæmilega sammála um að möguleikar á einum eða tveimur sæmilega hlýjum dögum séu nokkuð góðir. - En svo er allt í ósamkomulagi. Veðurreyndin hefur verið þannig í sumar að líkur á áframhaldandi hlýindum verða að teljast litlar - kuldinn hefur alltaf haft vinninginn.
En við skulum samt líta á spárnar fyrir fimmtudag í næstu viku (27. ágúst) - en höfum í huga að sjö daga spár eru sjaldan réttar - og oftast ekki einu sinni nálægt því.
Fyrst er háupplausnarútgáfa evrópureiknimiðstöðvarinnar kl. 18 þennan dag. Það er 500 hPa-flöturinn (heildregnar línur) og þykktin (litafletir).
Þetta lítur nokkuð vel út - að vísu rignir austanlands - en góð hlýindi eru annars staðar. Hlýtt er við Ísland - en heimskautakuldapollur við Norður-Grænland.
Bandaríska veðurstofan er á öðru máli:
Hér er kalda loftið mun ágengara. Mjög mikill þykktarbratti er fyrir norðan land, undir mjög hægum vindi í 500 hPa-fletinum. Þeir sem hafa næmt auga geta séð að hér er verið að spá mjög slæmu og versnandi norðaustanhvassviðri - leiðindastaða sem við vonum að rætist alls ekki.
Að lokum lítum við á kort sem ekki hefur sést á hungurdiskum áður - en sýnir engu að síður 500 hPa hæð og þykkt á sama tíma og kortin hér að ofan. Þetta er úr klasaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar. Reiknaðar eru 50 veðurspár byggðar á nánast sömu greiningu - en í lítillega lægri upplausn heldur en meginspáin er. Spárnar 50 mynda klasa. Fyrstu einn til tvo daga spátímabilsins eru einstakar spár mjög líkar - en síðan fer þær að greina meir og meir að - mismikið þó hverju sinni. Eftir rúma viku eru þær nánast út og suður - en meirihlutinn fylgir kannski óljósri línu sem hægt er að byggja á.
Heildregnu línurnar sýna hér klasameðaltal 500 hPa-hæðarinnar, en litir meðalþykkt klasans. Háloftalægðin er hér á svipuðum slóðum og á hinum kortunum - en meðalþykktin yfir landinu er minni en á háupplausnarspá reiknimiðstöðvarinnar - hlýindahugmynd hennar tapar í lýðræðislegu kjöri - kortið er (því miður) nær hugmynd bandarísku veðurstofunnar - en hugmyndin um alvarlegt norðaustanillviðri þynnist líka út - en er samt trúlega uppi á borðinu í hluta klasans.
Á kortinu eru einnig daufar strikalínur. Þær sýna breytileika hæðarspárinnar innan klasans. Til hægðarauka hafa nokkur B verið sett inn á kortið þar sem breytileikinn er mestur. Kannski er veikleiki spárinnar mestur á þeim slóðum. Sýnd eru fjögur breytileikahámörk. Það mesta er við Svalbarða - og sýnir að óvissa er mjög mikil á þeim slóðum - þarna er kalda heimskautaloftið á ferð - einhver kuldapollur sem reikningar eru greinilega mjög ósammála um hvað gerir.
Annað óvissuhámark er yfir Suður-Grænlandi. Þar var mjög ákveðinn hæðarhryggur í háupplausnarspá reiknimiðstöðvarinnar - líka í bandarísku spánni - en þar er hann töluvert öðru vísi í laginu - einhver óvissa þar á ferð. Þriðja hámarkið er austan Skotlands - og það fjórða langt suður í hafi. Þau eru bæði tengd óvissu í staðsetningu og þróun einstakra lægða sem koma inn í háloftalægðina stóru.
Báðar reiknimiðstöðvar reikna klasaspár rúmar tvær vikur fram í tímann oftar en einu sinni á dag - tvisvar í viku heldur evrópureiknimiðstöðin áfram í fjórar vikur og mánaðarlega er reiknað sex mánuði fram í tímann - og enn lengra - en allir þeir langreikningar eru gerðir í talsvert minni upplausn heldur en sú klasaspá sem hér hefur verið fjallað um.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 899
- Sl. sólarhring: 1114
- Sl. viku: 3289
- Frá upphafi: 2426321
Annað
- Innlit í dag: 799
- Innlit sl. viku: 2955
- Gestir í dag: 782
- IP-tölur í dag: 719
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Í gær var yr.no á sama máli og evrópska reiknimiðstöðin, hlýtt frá og með þriðjudagskvöldi og fram á föstudag með allt að 20 stig hita hér sunnan- og vestanlands.
Í dag hefur þetta snúist gjörsamlega við. Yr er samkæmt henni farin að fylgja bandarísku veðurstofunni og spáir nú kulda frá og með miðvikudeginum, og einkum fimmtudeginum, og fram á helgina. Hitinn á nóttinni fari niður í fjögur stig. Það eru mikil viðbrigði frá því sem hefur verið undanfarna þrjá daga þegar hitinn á nóttinni hér á höfuðborgarsvæðinu hefur varla farið niður fyrir 12 stig!
Besta veðrið hér syðra virðist ætla að verða í rigningu á þriðjudaginn eða 17 stiga hiti samkvæmt norsku stöðinni!
Torfi Kristján Stefánsson, 21.8.2015 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.