Landsynningur í vændum

Útlit er nú fyrir skammvinnan landsynning á miðvikudaginn, samfara djúpri lægð á Grænlandshafi. Landsynningur er sem kunnugt er annað nafn á suðaustanátt - en gjarnan með þeirri merkingarlegu viðbót að slagviðrisrigning og hvassviðri er með í kaupunum. - En þetta gengur fljótt hjá og nær sér sjálfsagt ekki allstaðar á strik. En látum Veðurstofuna fylgjast með því - hún gerir spár. 

Kortið gildir kl. 18 síðdegis á miðvikudag.

w-blogg110815a

Lægðin er hér 971 hPa í miðju - í dýpsta lagi miðað við árstíma - orðin til úr stefnumóti kuldapollsins (sem við í lausmælgi á dögunum kölluðum haustgrun fyrsta) og rakaþrungins lofts langt úr suðvestri. Hlýindin láta þó varla sjá sig hér á landi - nema í sviphending.

Lægðin á síðan að þokast til austurs fyrir sunnan land næstu daga - verst er hversu lengi hún verður að því - ekkert hlýrra kemst að á meðan - en ekkert kaldara heldur - (segja þeir nægjusömu). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er það bara mín tilfiníng eða hafa lægðarmiðjan breit ferli sínu gegnum áratugina að sumri fara nær grænlandi. í staðin fyrir reykjanesið, ef marka má atlandshafsspána verður varla skemtilegt veður fram yfir helgi. kalla skúrir ekki skemtilegt veður. en kanski tekur þessi lægð skúrirnar með sér. vonandi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 11.8.2015 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 268
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 2985
  • Frá upphafi: 2427315

Annað

  • Innlit í dag: 244
  • Innlit sl. viku: 2681
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 221

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband