Sumar gengið í garð í heiðhvolfinu

Sumarið er komið í heiðhvolfinu - á réttum tíma. Þar eru árstíðaskiptin mjög eindregin því vestanátt ríkir á vetrum en austanátt að sumarlagi. Venjulegast er vestanáttin horfin í 20 km hæð yfir Íslandi í kringum sumardaginn fyrsta og austanátt að taka við. Sú er tilfinning ritstjóra hungurdiska að skiptin hafi verið óvenjusnemma á ferð í ár - eða að þau hafi alla vega ekki verið alveg venjuleg. En tilfinningar ritstjórans til ástandsins í heiðhvolfinu eru ekki sérlega þroskaðar -.

Kortið að neðan sýnir ástandið í 30 hPa-fletinum eins og bandaríska veðurstofan segir það verða um hádegi á morgun (mánudaginn 27. apríl).

w-blogg270415a

Kortið nær yfir mestallt norðurhvel. Íslend er rétt neðan við miðja mynd. Jafnhæðarlínur eru heildregnar og liggur flöturinn hæst í hæðinni norðvestur af Grænlandi, í um 24,1 km. Litir sýna hita, sá dekksti brúni þekur svæði þar sem hiti er á bilinu -42 til -46 stig, kaldara er allt um kring. Mikil hæð nær einokar kortið norðan við 50. breiddarstig. Í kringum hæðina ríkir austanátt.

Hæðin er orðin öflug miðað við árstíma. Á sumrin eru samskipti milli veðra- og heiðhvolfs mun minni en á vetrum. Þegar handabandið rofnar milli hvolfanna á vorin dregur mjög úr vestnátt veðrahvolfsins - og þar með minnkar aðhald það sem hún hefur haft á kalda loftið í neðri lögum þess. Þá vex tíðni austan- og norðaustanáttar hér á landi tímabundið. Tíminn frá því um 20. apríl og fram undir 20. maí er eiginlega sérstök árstíð, mánuðurinn harpa. Sumir segja að það þýði nepjumánuður - fremur en að nafnið hafi eitthvað með milda hörputóna að gera. Þá eru kuldahretin algengust - Vel til fundið hjá forfeðrum vorum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Er ekki átt við sögnina að harpa, þ.e.a.s. að skilja stærra efni frá því fínna? Það fylgja alltaf átök slíku.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.4.2015 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband