Þrengt að kalda loftinu - en varla til gagns

Dagurinn í dag (laugardagur 25.apríl) var óvenjukaldur - rétt eins og spáð hafði verið. Hann keppti í flokki köldustu bræðra sinna í dagatalinu, þótt finna megi örfáa kaldari sé vel leitað. Frekari upplýsingar (mola) um daginn má finna á fjasbókarsíðu/hóp hungurdiska (hún er opin öllum fjösurum). 

En eins og minnst var á í pistli í gær er allra kaldasta loftið að taka stökk til vesturs yfir Grænland - og heldur hlýrra loft þrengir að því sem eftir er. Líklega verður það þó aðeins til ógagns því slíkum þrengingum fylgir meiri vindur og úrkoma þótt hiti hækki eitthvað frá því sem var í dag.

Kortið sýnir stöðuna í 925 hPa-fletinum kl. 21 á sunnudagskvöld (26. apríl). 

w-blogg260415a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar - flöturinn er í um 700 til 800 metra hæð yfir landinu. Vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum en hiti í lit. Á dökkbláa svæðinu yfir Vestfjörðum er frostið á bilinu -10 til -12 stig. Guli liturinn sýnir frostleysu. 

Jafnhæðarlínur yfir landinu eru þéttar - og mjög þéttar austast. Þar er stormur eða meira á fjöllum og í strengjum í kringum þau. Einnig er spáð úrkomu - aðallega snjó.

Útlit er fyrir að hlýja loftið komist ekki að ráði inn yfir landið að sinni - en þó er hita spáð um 2 til 3 stigum hærri á sama tíma sólarhring síðar - á mánudag.

Við verðum víst bara að bíða þetta af okkur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband