Smálægðir á mynd

Á hitamyndinni hér að neðan má sjá þrjár smálægðir. Sú veigaminnsta er við Reykjanes, önnur er vestast á Grænlandshafi og sú þriðja ekki langt suðaustur af landinu.

w-blogg300315a

Lægðin við Suðausturland fór hjá Suðurlandi seint í nótt og í morgun (sunnudag 29. mars) og olli töluverðri snjókomu um tíma. Fréttist af 18 cm snjódýpt í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum eftir nóttina. Nú í kvöld blés vindur af norðaustri í Papey, 20 m/s þegar mest var rétt fyrir miðnætti. 

Smálægðin við Reykjanes er á leiðinni til suðausturs og verður úr sögunni. Svo virðist að lægðin vestan á Grænlandhafi sitji þar um stund - fari e.t.v. um síðir til austsuðausturs - vonandi þá alveg fyrir sunnan land. Á milli lægðanna er langur éljalindi - norðan hans er austlæg átt en vestlæg sunnan við. Reiknimiðstöðvar telja að hann nái ekki til lands. 

Á miðvikudag virðist sem heimskautaröstin muni skjóta upp kryppu og hreinsi þar með allar smálægðir frá - næsta lægð fylgir svo í kjölfarið - vonandi minni háttar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 154
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 2075
  • Frá upphafi: 2412739

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 1820
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 127

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband