Á norðurhveli nærri jafndægrum

Við jafndægur er greinilega farið að vora á norðurhveli. Mest áberandi er minnkandi afl stóru kuldapollanna. Þeir eru þó enn til alls líklegir og munu taka á spretti svo lengi sem vetur lifir (og lengur).

w-blogg200315a

Kortið hér að ofan sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina eins og evrópureiknimiðstöðin vill hafa laugardaginn 21. mars kl.18. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindur í fletinum en hann er í um 5 km hæð yfir sjávarmáli á norðurslóðum, en langleiðina í 6 km suður í hitabelti. Þykktin er sýnd með litum og mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. 

Þeir sem reglulega fylgjast með þessum kortum taka eftir því að nú sést ekki til fjólubláu litanna (kaldasta loftið) nema á litlum bletti við Hudsonflóa - Stóri-Boli ofsækir enn strandfylki Kanada og jafnvel norðausturhluta Bandaríkjanna líka. Fjarvera fjólubláa litarins er þó tilviljun þennan daginn - svo langt er vorið ekki komið að við séum laus við hann. 

Jafnhæðarlínur eru mjög þéttar yfir Íslandi enda enn eitt lægðakerfið að fara hjá á laugardag. Á undan því er mjög hlýtt í mjóum fleyg - guli liturinn (sem er sumarlitur okkar) er rétt búinn að sleikja landið á mikilli hraðferð til austurs. Kaldara loft sækir síðan að úr vestri - eins og verið hefur í vetur. 

En þessi kalda framrás laugardagsins er ekki almennilega tengd meginkuldanum vestra - en spár sem ná lengra fram í tímann gera ráð fyrir því að kalda loftið verði atgangsharðara við okkur þegar fram í sækir. Vestansnjórinn er því sennilega ekki búinn að yfirgefa okkur - við huggum okkur við það að sólarylurinn eflist dag frá degi og gengur betur og betur að bræða éljasnjóinn og hita yfirborð landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 266
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 2983
  • Frá upphafi: 2427313

Annað

  • Innlit í dag: 242
  • Innlit sl. viku: 2679
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband