Skýjafar á sólmyrkvamorgni - að sögn reiknilíkans

Erfitt er að spá um skýjafar - það reyna þó reiknilíkön. Hér að neðan er nýjasta (frá því í kvöld, miðvikudaginn 18. mars) afurð harmonie-reiknilíkansins sem gildir föstudaginn 20. mars kl.10. 

w-blogg190315a

Efst til vinstri (grænt) er heildarskýjahulan - lágskýjahulan efst til hægri - mestu máli skiptir að hún sé sem minnst þegar fylgst er með myrkvanum. Allstór hluti landsins á að vera laus við lágský, miðský (neðst til vinstri) eiga að vera nær engin - en jaðar háskýjabreiðu næstu lægðar er að slá upp á suðvesturloftið. Fyrir hinn almenna áhorfanda geta háský verið til bóta - því varlega verður að fara þegar reynt er að horfa í sólina.

En - hún er reyndar svo sterk að það þarf mjög þétta grábliku til að hægt sé að horfa á myrkvann með venjulegum dökkum sólgleraugum - við sjáum sólina stöku sinnum þannig. Gráblikan lægðarinnar á hins vegar ekki að vera mætt á svæðið - nema að líkanið sé aðeins að plata - telji gráblikuna í þessu tilviki til háskýja. 

Spá hirlam-líkansins er í aðalatriðum sú sama - og evrópureiknimiðstöðin býður líka upp á svipað - en þó eru heldur meira af miðskýjum í þeirri spá. 

En skýjahuluspár eru ekki staðfastar - breytast frá einni spárunu til annarrar - en þetta er sum sé ekki alveg vonlaust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki til í að skella inn skýjahulu yfir Færeyjum líka kæri Trausti :)

Inga Vang (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 11:27

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Sæl Inga. Spálíkanið harmonie nær ekki til Færeyja (því miður) - og ég hef spár frá evrópureiknimiðstöðinni bara kl. 6 og 12 kl.12 - myrkvinn er mitt þarna á milli. En bæði kl.6 og kl.12 eru skýjagöt nærri Færeyjum og yfir þeim - þannig að þetta er ekki vonlaust þar - en þar er líka alvörumyrkvi. Ég læt dönsku veðurstofuna um að túlka skýja spár danska hirlam-líkansins - en mér sýnist það vera það sama - ský á ferð en einhver göt yfir Færeyjum.

Trausti Jónsson, 19.3.2015 kl. 16:00

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Danska veðurstofan segir núna eftir hádegið (19. mars): „På Færøerne, hvor solformørkelsen bliver total, bliver man tidligt fredag morgen passeret af et lavtryk på vej mod sydøst. Lavtrykket er ledsaget af overskyet vejr og regn eller slud. På nuværende tidspunkt ser det dog ud til, at skydækket stedvis vil lette så meget, at der vil være mulighed for at få kig til solen“.

Trausti Jónsson, 19.3.2015 kl. 16:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að fá lánaða rafsuðugræju frá manninum mínum og ætla að mæta annað hvort í Hnífsdal eða Arnardal til að sjá. Vil ekki missa af þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2015 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 102
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 2424
  • Frá upphafi: 2413858

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 2239
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband