18.3.2015 | 02:01
Landsynningur enn á ný - en hóflegri en margir fyrri
Eftir langþráðan hæðarhrygg nálgast lægðasvæði enn á ný. Það virðist þó vera mun hóflegra heldur en þau sem hafa legið á okkur upp á síðkastið. Það er gott og rétt er að nota tækifærið til að líta á lóðrétt þversnið sem sýnir hvað ritstjórinn telur hóflegt í skaktíðinni.
Hér að neðan er nokkuð snúinn texti sem varla er við hæfi allra lesenda - en á misjöfnu þrífast börnin best (eða hvað). En það má alltaf horfa á fallegar myndir.
Þversniðin eru ekki mesta léttmeti hungurdiska - en býsna lærdómsrík. Á laugardaginn sáum við miklar öfgar í sama sniði. Heimskautaröstin sem venjulega hlykkjast mjó og löng um norðurhvel nærri veðrahvörfum í 9 til 10 km hæð teygði hes sitt nánast niður að sjávarmáli - og veðrið eftir því.
Á sniðinu hér að neðan rétt sést í hana alveg efst á myndinni og þar að auki er hún miklu veigaminni en var á laugardaginn 14.mars.
Sniðið er frá suðri til norðurs eftir 23 gráðum vesturlengdar - sýnt á litla kortinu efst til hægri á myndinni. Lóðrétti ásinn sýnir þrýsting í hPa - og þar með hæð yfir sjávarmáli. Vindörvar sýna vindátt og vindhraða á hefðbundinn hátt - en hraðinn er líka sýndur með litum.
Við sjáum dæmigerða landsynningsröst lágt yfir sniðinu sunnanverðu (suður er til vinstri) og smáhnykkur er á henni yfir Snæfellsnesi. Fjallgarðurinn sést sem lítil grá þúst undir hnykknum og Vestfjarðafjöllin lengra til hægri. Þetta er mjög dæmigerð lágröst - (alveg slitin frá heimskautaröstinni efst á myndinni). Í miðju hennar má rétt sjá gulan lit - hann sýnir vind meiri en 32m/s - það er nokkuð mikið - en algjörir smámunir samt miðað við laugardagsástandið.
Við erum svo heppin að sjá hvað það er sem vekur röstina. Heildregnu línurnar sýna mættishita - hann vex upp á við. Hér - eins og oft - notum við Kelvinstig í stað °C þegar mættishiti er sýndur. Bilið á milli línanna er 2K. Mættishiti er líka kallaður þrýstileiðréttur hiti - sýnir hita loftsins - EF það væri dregið úr sinni hæð niður í 1000 hPa.
Ekki þarf að horfa lengi á myndina til að sjá að jafnmættishitalínurnar á neðri hluta myndarinnar hallast - upp til hægri. Rauðar örvar benda á 290K línuna. Hún liggur mun neðar til vinstri á myndinni heldur en til hægri - það munar um 120 hPa - meir en kílómeter. Loftið er mun hlýrra vinstra megin - þar eru ekki nema fimm línur undir 290K niður að sjávarmáli - en hægra megin eru þær átta.
Þessi 6 stiga hitamunur nægir til að búa til austanþátt landsynningsins. Sunnanþátturinn verður til við ámóta hitamun á sniði sem liggur frá vestri til austurs (ekki sýnt hér) og samtals verður landsynningur úr.
En við skulum líka sjá sérlega fallegt þversnið frá því kl.19 í dag (þriðjudag). Þá voru miklir éljaklakkar á stangli yfir landinu suðvestanverðu - en alveg bjart á milli - loftið vaðandi óstöðugt - en ekki alveg nægilega rakt til að búa til meiri samfellu úr uppstreyminu.
Það er óvenjulegt að sjá vind minni en 2 m/s eins og hér er - og vind undir 8 m/s alveg upp í 4 km hæð. Heimskautaröstin æðir langt yfir ofan með sína 50 m/s. Við skulum líka taka eftir því hversu óskaplega gisnar jafnmættishitalínurnar eru neðan til í sniðinu miðað við það sem er á hinni myndinni. Því gisnari sem línurnar eru - því óstöðugra er loftið - um leið og raki þéttist losnar varmi (mættishitinn hækkar) og greið leið er langt upp í veðrahvolf - eins og klakkarnir háreistu sýndu svo glöggt.
Jú - þetta var dálítið hart undir tönn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 116
- Sl. sólarhring: 184
- Sl. viku: 2438
- Frá upphafi: 2413872
Annað
- Innlit í dag: 110
- Innlit sl. viku: 2251
- Gestir í dag: 103
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.