Heldur mildari svipur

Þótt lægðabiðröðin sé enn löng er samt heldur mildari svipur á ástandinu næstu daga en verið hefur að undanförnu. Kalda loftið vestur undan hefur heldur hörfað og þar með dregur úr mesta afli veðurkerfanna.

En næstu lægðir eru samt á leiðinni. Við getum litið á 500 hPa spákort sem gildir síðdegis á miðvikudaginn kemur (18. mars). 

w-blogg170315a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og þykktin er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli grænu og bláu litanna eru við 5280 metra - rétt yfir meðallagi árstímans hér á landi. Kanadakuldapollurinn Stóri-Boli hefur hörfað út af kortinu í bili og aðrir höfuðkuldar eru ekki í skotstöðu. 

En við sjáum þó tvær lægðir á leið til landsins - sú fyrri kemur á miðvikudagskvöld og hins hlýja aðstreymis hennar er farið að gæta á fullu á kortinu. Ætli það stefni ekki í landsynning þá um kvöldið og nóttina? 

Síðari lægðin á síðan að berast okkur með vestanáttinni síðdegis á föstudag - ekki er útséð um hvort niðurstreymið á undan henni hittir rétt í sólmyrkvann þá um morguninn. 

Ef ekki verður ekki bara að segja eins og refurinn: Þetta var hvort eð er ekki almyrkvi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 1648
  • Frá upphafi: 2457397

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1490
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband