Mjög tætingsleg lægð - að sjá

Lægðin sem á að valda illviðri á morgun laugardag (14. mars) er óvenju tætingsleg að sjá - miðað við margar frænkur sínar. Hér verður ekki neitt rætt um spána - það kynni að valda misskilningi - við látum Veðurstofuna um að halda utan um málið.

En við skulum samt líta á tvær myndir - báðar frá miðnætti (á föstudagskvöld 13. mars). Sú fyrri er hitamynd. 

w-blogg140315a

Jú, vanir myndarýnendur sjá lægðarmiðjuna suður í hafi - en margar blikur eru á lofti harla óhefðbundnar - en greina má haus (hæsti hluti hans er kominn framúr lægðinni) - Hlýja færibandið austan lægðarmiðjunnar er sérlega tætingslegt - en þurra rifan sést. En - ætli það sé ekki vissara að líta á vatnsgufumyndina líka.

w-blogg140315b

Margt skýrara hér. Hálfgert svarthol sést nærri lægðarmiðjunni - þurra rifan -. Þetta er harla óþægilegt. En veðrið gengur hratt hjá - varla tími til að snúa sér við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 97
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1089
  • Frá upphafi: 2461192

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 952
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband