Fréttir af næstu lægðum

Lægðin sem ræður ríkjum nú um helgina (laugardagur 7. mars) var óvenjudjúp og einnig mjög víðáttumikil. Þrýstingur í lægðarmiðju fór niður í um 940 hPa í gær, föstudag. En síðdegis í dag (laugardag) hafði hún grynnst um 15 hPa og jafnframt hörfað til vesturs í skjól af Grænlandi.

Hún heldur áfram að grynnast og síðdegis á sunnudag á miðjuþrýstingurinn að vera kominn upp í um 965 hPa. - En útsynningur sunnudagsins verður engu minni um landið sunnan- og vestanvert heldur en var í dag. Sömuleiðis bætir heldur á snjóinn þannig að élin gætu orðið dimmari og snarpari. En norðaustanlands er víðast hvar besta veður - víðast hvar.

En hvað svo? Næstu lægðir verða minni um sig - og hitta ekki allar á Ísland á leið sinni til norðausturs um Atlantshaf. 

Lítum á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.6 á mánudagsmorgun 9. mars. 

w-blogg080315a

Hér er lægðin gamla komin í 971 hPa - en vestur af Bretlandseyjum er foráttulægð - mjög kröpp á leið til norðausturs rétt norðan við Skotland. Hún hefur ekki bein áhrif hér á landi - en óbein. Hér er hæðarhryggurinn sem hún byggir upp á undan sér búinn að breyta legu þrýstilína yfir Íslandi úr lægða- í hæðasveigju. Þar með eru tennurnar dregnar úr útsynningnum - og éljunum. En - ekki alveg því lægðardragið á eftir hryggnum (tengingin milli lægðarmiðjanna tveggja) kemur í kjölfarið með að minnsta kosti einum éljabakka - sem þá færi hjá seint á mánudag. 

En lægðin krappa er einhvern veginn ekki alveg heilbrigð - mesta furða hvað hún gerð er öflug og lífseig - kannski spáin sé einfaldlega vitlaus? En öflug er hún í reikningum evrópureiknimiðstöðvarinnar - því verður ekki á móti mælt - og við verðum að trúa þeim.

„Okkar“ næsta lægð er hins vegar í gerjun sunnan við Nýfundnaland á þessu korti - þar eru ruglingsleg úrkomusvæði og óljós lægðardrög á ferð. Þó má setja L í mesta úrkomuþykknið - þar sem þrýstingur er um 1007 hPa. Sólarhring síðar á hann að vera um 980 hPa og 12 tímum eftir það 952 hPa. Þessi lægð á að ná í nóg af fóðri.

Til gamans lítum við á annað kort - sem gildir á sama tíma og kortið hér að ofan - kl.6 á mánudagsmorgun 9. mars. Hér má einnig sjá sjávarmálsþrýsting - en litirnir sýna þrýstibreytingu síðustu 12 stundir.

w-blogg080315b

Hér sést vel hversu öflug mánudagslægðin breska er - og sömuleiðis dæmigerður þrýstibrigðadípóll (eh) hraðfara lægðar. Einnig má sjá þrýstirisið á undan kerfinu - og skipulagsleysi nýja kerfisins við Nýfundnaland. Þrýstifall er sýnt í rauðu - en ris í bláu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 491
  • Sl. sólarhring: 575
  • Sl. viku: 3653
  • Frá upphafi: 2428375

Annað

  • Innlit í dag: 435
  • Innlit sl. viku: 3279
  • Gestir í dag: 417
  • IP-tölur í dag: 401

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband