Vindhraði í vetur

Eins og fram kemur í febrúaryfirliti Veðurstofunnar var mánuðurinn óvenju vindasamur, meðalvindhraði virðist hafa verið sá mesti í febrúar síðan 1989 -. Sá mánuður var þó mun kaldari og snjóasamari heldur en sá nýliðni svo varla er saman að jafna. Engu að síður hafa vindar verið með stríðara móti í vetur - því er ekki að neita.

Við lítum til gamans á meðalvindhraða í byggðum landsins í desember, janúar og febrúar (alþjóðavetrarmánuðina) aftur til 1949 - án þess að taka málin of alvarlega.

w-blogg030315

Lárétti kvarðinn sýnir árin, talan 1950 nær yfir desember 1949 auk janúar- og febrúarmánaða 1950. Lóðrétti ásinn sýnir vindhraða. Gráu súlurnar marka vindhraða hvers alþjóðavetrar. Sjá má mikið hámark á árunum 1989 til 1995 og önnur heldur minni fyrr á tímabilinu. Síðustu tveir vetur eru líka hátt á kvarðanum. 

Meðalvindhraði var mestur alþjóðaveturinn 1992 til 1993 - en minnstur gæðaveturinn mikla 1963 til 1964. Rauða línan sýnir meðalvindhraða sjálfvirkra stöðva í byggð - lengst af aðeins meiri en í mannaða safninu. 

Græna línan markar 7-ára keðjumeðaltal - það hefur verið í miklu lágmarki undanfarin ár - þar til að veturinn í fyrra fer að lyfta því aftur og veturinn í vetur ítrekar það. 

Hvað verður svo á næstu árum vitum við ekkert um - ekki einu sinni hvernig nýhafinn marsmánuður mun gera það. 

Hin myndin sýnir meðalvindhraða allra mánaða frá og með janúar 1995. Grái ferillinn fylgir mönnuðu stöðvunum en sá rauði sjálfvirkum byggðarstöðvum. 

w-blogg030315b

Árstíðasveiflan sést sérlega vel - vindhraði er mun meiri að vetri heldur en að sumarlagi. Veturinn í vetur - og þá sérstaklega febrúarmánuður - sker sig nokkuð úr ásamt sömu mánuðum í fyrra. Við þurfum að fara allt aftur til 1995 til að finna eitthvað ámóta - og alveg aftur til 1989 varðandi febrúar eins og áður hefur komið fram. 

Það má líka benda á að júnímánuður í fyrra er hægastur allra mánaða á tímabilinu á sjálfvirku stöðvunum - á þeim mönnuðu gerir ágúst 2003 aðeins betur - er sjónarmun hægari. Þessi nástaða hæstu og lægstu gilda - á báðum tegundum stöðva - gæti sagt okkur að rétt sé að trúa á réttmæti febrúarhámarksins 2015. 

Ritstjórinn hefur líka reiknað meðalvindhraða á hálendisstöðvum og á stöðvum Vegagerðarinnar og fengið ámóta niðurstöður. Á vegagerðarstöðvunum var reyndar sjónarmun hvassara í desember til febrúar 2013 til 2014 heldur en í sömu mánuðum nú í vetur - en varla er sá munur marktækur. 

Sé litið á mönnuðu stöðvarnar allt aftur til 1949 var meðalvindur þeirra í febrúar 2015 sá næstmesti á tímabilinu sé aðeins litið til febrúarmánaða. Hann er hins vegar í sjöunda sæti allra mánaða tímabilsins. Á toppnum er desember 1992. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 180
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 2101
  • Frá upphafi: 2412765

Annað

  • Innlit í dag: 171
  • Innlit sl. viku: 1845
  • Gestir í dag: 156
  • IP-tölur í dag: 150

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband